fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Britney rýfur þögnina um hvað fór fram í sögulegri heimsókn móður hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. maí 2023 10:59

Britney og Lynne Spears.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Britney Spears tjáir sig um sögulega heimsókn móður sinnar, Lynne Spears.

Það töldust stórtíðindi að Lynne hafi heimsótt dóttur sína fyrr í vikunni en söngkonan hefur iðulega gagnrýnt móður sína opinberlega.

Britney rauf þögnina um heimsóknina á Instagram.

„Elsku mamma mín kom heim til mín í fyrsta sinn í þrjú ár… Þetta hefur verið svo langur tími… Með fjölskyldu er alltaf eitthvað sem þarf að vinna í, en tíminn læknar öll sár,“ sagði Britney og bætti við að það hafi verið góð tilfinning að geta tjáð sig um mál sem hafa brennt á henni lengi.

„Ég er svo glöð að við höfum reynt að ná sáttum. Ég er svo ánægð að við gátum líka fengið okkur kaffi saman eftir fjórtán ár! Förum næst að versla!“

Page Six greindi frá því að heimsóknin hafi verið um hálftími og eiginmaður hennar, Sam Asghari, hafi verið viðstaddur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by River Red (@britneyspears)

Eins og frægt varð var Britney Spears í rúman áratug svipt sjálfræði sínu fyrir tilstuðlan fjölskyldu hennar sem taldi hana glíma við of alvarleg andleg veikindi til að geta borið ábyrgð á eigin lífi. Söngkonan hafði ekki forræði yfir auðæfum sínum, frítíma, atvinnu og varla sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama.

Britney hefur borið móður sína þungum sökum vegna þessa og reglulega gagnrýnt hana í fjölmiðlum. Nú virðist hins vegar stríðsöxin vera grafin, að minnsta kosti um sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“