fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Nýjasti Hollywood skandallinn – Neistar fljúga en hún er trúlofuð öðrum manni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. apríl 2023 10:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neistinn á milli leikaranna Sydney Sweeney og Glen Powell virðist vera á allra vörum þessa dagana.

Aðdáendur eru að missa sig yfir myndum af þeim, sjáðu bara hvernig þau horfa á hvort annað.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Þau fara með aðalhlutverkin í rómantísku gamanmyndinni Anyone But You en ekki er búið að tilkynna hvenær hún kemur út.

Eins og fyrr segir hefur neistinn á milli þeirra vakið mikla athygli, myndbönd eins og þetta hér að neðan hafa verið í mikilli dreifingu.

Ekki nóg með það en þá virðast þau vera að eyða miklum tíma saman utan vinnunnar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Glen Powell (@glenpowell)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sydney Sweeney (@sydney_sweeney)

Það er ekkert nýtt á nálinni að leikarar verði ástfangnir á tökustað. Lauren Bacall og Humphrey Bogart, Elizabeth Taylor og Richard Burton, Goldie Hawn og Kurt Russell og Rachel Weisz og Daniel Craig svo einhver leikarapör séu nefnd.

En eitt sem er mjög mikilvægt í þessu öllu saman. Þau áttu bæði maka þegar tökur á myndinni hófust.

Sydney og Jonathan. Mynd/Getty

Sydney er trúlofuð Jonathan Davino, veitingamanni og erfingja pizzaveldis. Þau byrjuðu saman árið 2018 og trúlofuðust árið 2022.

Glen byrjaði með fyrirsætunni Gigi Paris árið 2020 og virtist allt leika í lyndi, þar til í lok síðustu viku þegar Gigi hætti að fylgja Sydney á Instagram. Augu allra voru á parinu og greindi TMZ frá því á miðvikudaginn að Glen og Gigi væru hætt saman. Fyrirsætan birti færslu á Instagram: „Vertu meðvituð um virði þitt og færðu þig yfir á þann næsta.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gigi Paris (@msgigiparis)

Þannig Glen Powell er núna einhleypur en Sydney Sweeney virðist ennþá vera trúlofuð. Aðdáendur standa á öndinni eftir meiri fregnum af málinu.

Þetta minnir óneitanlega á þegar Lady Gaga og Bradley Cooper léku á móti hvort öðru í A Star is Born og fólk var handvisst um að þau væru ástfangin. Orðrómurinn varð enn háværari eftir að þau sungu saman lagið „Shallow“  á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar 2019. Frammistaðan var tilfinningaþrungin og gerði allt vitlaust á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Bradley Cooper rýfur loksins þögnina um orðróminn um hann og Lady Gaga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs