fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Fiskikóngurinn borgaði meira en milljón fyrir flottasta símanúmer landsins – „Fæ að meðaltali 20 símtöl seinni part dagsins og 90% af því er símaat“

Fókus
Mánudaginn 6. mars 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson segir enga ástæðu til að fela það ef fólk glímir við vanlíðan. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar, opnaði sig nýverið um að geðheilsa hans hefði ekki verið upp á sitt besta undanfarið:

„Ef hugsanirnar eru farnar að taka yfir rökhugsun, þá verður maður að vera ófeiminn við að leita sér hjálpar. Þegar maður er kominn á þann stað að vera farinn að hugsa að maður vilji ekki lifa verður maður að gera eitthvað í málunum. Það er örugglega fullt af fólki sem er á verri stað en ég, en það á ekki að vera neitt tabú að tala um það hvernig manni líður. Það var mín leið til að tjá mig að setja þessa færslu á Facebook og ég get ekki verið að fela svona lagað.

Ég hef verið þessi hressi gæi í auglýsingunum í öll þessi ár. Af hverju á maður að vera að burðast með það einn ef maður er í mikilli vanlíðan? Fólkið í kringum mann vill vera til staðar fyrir mann og það var léttir fyrir mig að byrja að tjá mig um þetta. Ég fékk mjög mikið af viðbrögðum við því að tjá mig um þetta, ekki síst frá fólki sem er í atvinnurekstri og hefur kannski keyrt sig mjög hart í mörg mörg ár. Ég er reyndar enn að bíða eftir tíma hjá geðlækni og sýnist að biðin eftir því sé 1-2 ár.”

Erfitt að loka einni elstu fiskverslun landsins

Kristján segist nú kominn á þann stað að hann vill ekki að líf sitt snúist bara um vinnu.

„Ég finn að mig langar að gera eitthvað annað í lífinu en að vinna bara endalaust. Það koma tímar sem eru erfiðir og miklar áhyggjur. Það hefur kostað blóð svita og tár að reka þessi fyrirtæki í öll þessi ár og svo á ég líka 6 börn, þannig að lífið er ekkert alltaf auðvelt”

Kristján þurfti nýlega að loka einni elstu fiskverslun landsins með miklum trega. Hann segir að verslun með fisk hafi í raun verið á niðurleið á Íslandi í 30 ár.

„Það var mjög erfitt að loka þessarri verslun. Þegar maður er búinn að reka fiskbúð á sama staðnum í 30 ár eru það þung skref að taka þessa ákvörðun. En á endanum verður maður að láta tilfinningarnar til hliðar. Fiskur er orðinn dýr. Það er innan við 1% sem fer á borð til íslenskra neytenda.

Heimurinn er stór og það er mikil eftirspurn eftir góðri og hollri matvöru. Þannig að við erum í beinni samkeppni við útlönd og það hefur hækkað verðið verulega í gegnum árin. Svo er líka komin upp kynslóð á Íslandi sem er ekki vön því að borða jafnmikinn fisk og áður var og það hefur áhrif. En samkeppnin verður að ráða þessu og það er enginn tilgangur með að halda úti hlutum sem standa ekki undir sér. Ég er ekki með neina eina lausn, en mér finnst til að mynda ósanngjarnt að lambakjöt sé niðurgreitt en ekki fiskur.”

Dýrkeypt símanúmer

Í þættinum segir Kristján sögu af því hvernig hann varð sér úti um eitt flottasta símanúmer Íslands:

„Þegar Nova kom inn á markaðinn var mikill kraftur og léttleiki í þeim og ég hafði gaman að því. Þá var haldið uppboð á númerinu 777-7777 og andvirðið færi í gott málefni. Mér fannst þetta flottasta númer á landinu og ég ákvað að taka þátt og bauð fyrst 50 þúsund og svo hundrað og svo hélt þetta áfram upp í mun hærri upphæðir og ég tapaði á endanum, enda fór númerið á meira en milljón. En ég gafst ekki upp og hringdi alltaf í þann sem fékk númerið með reglulegu millibili, en hann var alveg harður á að það væri ekki til sölu.

En svo kom Covid og þá hrundi ferðaþjónustan og þessi maður var að reka fyrirtæki í þeim bransa og á endanum lét hann sig. Ég endaði reyndar á að borga meira en það fór á í upphafi, en ég gef ekki upphæðina upp. Þetta er frábært númer og menn gleyma því ekki og þess vegna er það frábært í viðskiptunum mínum þegar menn vilja kaupa fisk. En svo á ákveðnum tíma dagsins stoppar ekki síminn. Þá eru krakkar að gera at í símann. Ég fæ að meðaltali 20 símtöl seinni part dagsins og 90% af því er símaat. Svo koma hringingar frá útlöndum á kvöldin og næturna. Þannig að ég á í ákveðnu ástar/haturs sambandi við þetta númer.”

Frekari sitja í fangelsi en vera fastur í fangelsi dómstóls götunnar

Kristján hefur marga fjöruna sopið og sat meðal annars í fangelsi um tíma fyrir talsvert löngu síðan:

„Ég hef ekkert að fela og vil ekki vera að burðast með eitthvað í leyni. Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur og það að hafa setið inni í fangelsi er eitt af því. Þegar þú ert búinn að taka út dóm, hvort sem það er að sitja inni eða borga sekt, áttu nokkrar leiðir til að halda áfram. Á einhverjum punkti verður maður að komast á þann punkt að trúa því sjálfur að þessum kafla sé lokið og maður megi og eigi að halda áfram eftir að hafa lært sína lexíu. Ég kom út úr fangelsi 1997 og ég hélt það myndi enginn kaupa aftur af mér fisk, en eftir að hafa rætt við sálfræðinginn minn ákvað ég að halda áfram. Það þýðir ekkert að fela sig og festast í þunglyndi. Ég var búinn að taka út minn dóm og þegar ég fór að trúa því sjálfur varð svo á endanum aldrei meira að gera en eftir þetta tímabil. Ég held að ef ég ætti að velja myndi ég frekar sitja í fangelsi en að vera fastur í fangelsi dómstóls götunnar. Þegar þú tekur út þinn dóm er það búið og þá er hægt að setja punkt fyrir aftan.”

Þáttinn með Kristjáni og alla aðra þætti Sölva má nálgast inni á www:solvitryggva.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum