Raunveruleikastjarnan birti mynd af sér á Instagram í kjól frá tískuhúsinu Balmain, sem er innblásinn af endurreisnartímabilinu. Kjóllinn er eins konar sjónhverfing, en það er nakin manneskja að framan þannig við fyrstu sýn virðist Kourtney vera nakin. En þegar betur er gáð er önnur mynd á kjólnum og stjarnan alls ekki nakin.
Nektarsjónhverfingin hefur skipt netverjum í fylkingar. Mörgum þótti kjóllinn fallegur og sögðu Kourtney glæsileg og töff. Á meðan aðrir voru ekki alveg á sama báti.
„Ég skil greinilega ekki tísku,“ sagði einn.
„Mér leið óþægilega að horfa á þetta, ég segi nei,“ sagði annar.
Kourtney kippir sér ekki upp við neikvæðar athugasemdir, enda ritaði hún við færsluna: „Ef þú vilt hringja, vinsamlegast skelltu á og reyndu aftur.“