fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“

Fókus
Sunnudaginn 31. júlí 2022 11:15

Erpur Eyvindarson Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarsson, einnig þekktur sem Blaz Roca, varð fyrir þeirri ömurlegu reynslu að vera rændur í nótt á Þjóðhátíðinni í Eyjum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Erpur að taskan hans, 66° poki, hafi horfið fyrir framan dansgólfið á Brekkusviðinu inni í Herjólfsdal meðan Bubbi eða FM957BLÖ stigu á stokk.

„ Veskið, lyklarnir, snyrtidótið og öll fötin mín fyrir kvöldið voru sekknum. Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni,“ skrifar Erpur í færslunni. Hann óskar eftir aðstoð og heitir fundarlaunum.

Uppfært: 14:14

Taskan er komin í leitirnar. Frá þessu greinir Erpur á Facebook, eðlilega kátur. Segir hann að þetta sé bara þannig að ekkert týnist lengi í Eyjum. Hann heldur upp á þetta með því að klæðast færeyskum hatt í kvöld þar sem að Vestmannaeyjar eigi engan opinberan hatt. Svo sé það líka svo að mati Erps að Færeyjar standi jafnvel Vestmannaeyjum nærri heldur en restin af Íslandi.

„Og ég ætla að vera glæsilegur í kvöld með færeyska hattinn svo ekki hafa áhyggjur af þessu.“

Færsla tónlistarmannsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld