fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Tóku upp klám og eiga nú yfir höfði sér fangelsi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 19:00

Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir - Myndir/ViralPress

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega birtast fréttir í breskum fjölmiðlum þar sem farið er yfir það hvernig venjulegt fólk græðir á tá og fingri (og stundum sérstaklega tám) eftir að hafa byrjað að birta klám á vefsíðunni OnlyFans. Líf klámstjarnanna er þó ekki alltaf glimmer og glamúr líkt og Daily Star greindi frá í vikunni.

Par nokkuð, sem er nafnlaust í frétt Daily Star, er komið í ansi mikil vandræði eftir að það tók upp klám á tjaldvagnasvæðinu RaiRuayRin í Taílandi. Parið birti myndbandið á netinu og í kjölfarið rakst lögreglan á svæðinu á það, ekki er farið nánar yfir það hvernig lögreglan fann myndbandið en það var víst í mikilli dreifingu á samskiptamiðlinum WhatsApp. Klám er ólöglegt í Taílandi og fólk sem brýtur klámlögin þar í landi getur átt yfir höfði sér stóra sekt og áralanga fangelsisvist.

Parið er sagt hafa gefið sig fram við lögreglu vegna málsins. Fram kemur þó að fleiri hafi vitað af kláminu en lögreglan sökum þess „hversu hávær hljóðin í parinu voru“. Gestir á tjaldsvæðinu eru sagðir hafa tekið eftir því vegna hávaðans.

Þegar parið ræddi við lögreglu vegna málsins viðurkenndu þau að hafa sett upp myndavél í húsbílnum sínum og tekið sig upp stunda kynlíf. Þau segjast ekki hafa látið stjórnendur tjaldsvæðisins vita af því. Myndbandið sem um ræðir virðist nokkuð saklaust í fyrstu, sýnir til að mynda fallegt útsýni yfir fjöllin á svæðinu en skömmu síðar er klippt yfir í kynlíf parsins.

Lögreglan hefur ákært parið fyrir að birta klámið á netinu í skiptum fyrir pening, fyrir að framleiða klámið og fyrir að dreifa því. Fyrir þetta allt saman gæti parið þurft að dúsa í allt að 5 ár í fangelsi og/eða fengið sekt upp á allt að 100.000 baht, það eru um 378 þúsund í íslenskum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“