fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Amber Heard rýfur þögnina – Allt sem þú þarft að vita um fyrsta viðtalið eftir réttarhöldin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. júní 2022 10:59

Skjáskot/NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amber Heard rýfur þögnina í fyrsta viðtalinu eftir að dómur féll í meiðyrðamáli fyrrverandi eiginmanns hennar, leikarans Johnny Depp, gegn henni.

Kviðdómur dæmdi Depp í hag og komst að þeirri niðurstöðu að grein sem Heard birti hjá Washington Post árið 2018 hafi falið í sér meiðyrði. Honum voru dæmdar bætur, samtals 15 milljónir Bandaríkjadala.

Heard ræddi um réttarhöldin og niðurstöðuna í viðtali hjá Today Show á NBC á þriðjudaginn. Hún stóð fast á sínu og sagði að hvert orð sem hún sagði við réttarhöldin hefðu verið sannleikur.

„Ég mun standa við hvert einasta orð í vitnisburði mínum þar til ég dey,“ sagði Amber Heard.

„Frammistaða ársins“

„Lögfræðingur Johnny Depp kallaði vitnisburð þinn „frammistöðu ársins“ og sagði að þú hefðir verið að leika,“ sagði fjölmiðlakonan Savannah Guthrie.

„Segir lögfræðingur mannsins sem sannfærði heiminn að hann væri með skæri fyrir fingur? Er ég leikarinn? Ég var búin að hlusta margar vikur af vitnisburði þar sem var gefið í skyn – eða sagt hreint út – að ég væri ömurleg leikkona, þannig mér finnst mjög ruglingslegt hvernig ég get verið bæði,“ sagði Heard.

„Depp lögfræðiteymið hélt því fram að þú hafir verið gerandinn, að þú hafir átt upptökin af ofbeldi?“ spurði Savannah.

„Ég þurfti aldrei að eiga upptökin, en ég svaraði því,“ svaraði Heard.

Réttarhöldin tóku sex vikur og sagði Heard að þetta hefði verið „það mest niðurlægjandi og hræðilegasta sem ég hef gengið í gegnum.“

Hún sagðist telja samfélagsmiðla hafa spilað stórt hlutverk, en Depp hlaut miklu meiri stuðning netverja sem og almennings – mörg hundruð aðdáenda biðu í röðum fyrir utan dómshúsið með skilti til stuðnings Depp.

„Ég held að meirihluti þessara réttarhalda hafi farið fram á samfélagsmiðlum,“ sagði hún.

Heard sagði að hún kenni ekki kviðdómnum um niðurstöðu málsins. „Ég skil þetta, hann er ástsæll karakter og fólki finnst það þekkja hann, hann er frábær leikari,“ sagði hún.

Hún bætti við að hún haldi að kviðdómurinn hafi séð umræðuna og myndböndin um hana á netinu. „Hvernig gátu þeir það ekki?“ sagði hún.

„Jafnvel þó þú haldir að ég sé að ljúga þá geturðu ekki horft í augun mín og sagt mér að ég sé búin að fá sanngjarna útreið á samfélagsmiðlum.“

Sjá einnig: Netverjar keppast við að hæðast að Amber Heard – DV

Sjá einnig: Amber Heard segir Johnny Depp hafa „troðið flösku“ inn í leggöng hennar

Sjá einnig: Amber Heard lýsir fyrsta skiptinu sem hún segir Johnny Depp hafa beitt sig ofbeldi – DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér