fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Þórunn Antonía opnar sig um erfiðan mæðradag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. maí 2022 10:52

Þórunn Antonía. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir átti erfiðan mæðradag í gær og opnaði sig um það í Story á Instagram.

„Þessi dagur var erfiðari en ég hélt. Eftir tvo bráðakeisara og mjög erfiðar meðgöngur og fæðingar, get ég varla horft á myndir af mér óléttri,“ sagði hún.

Söngkonan birti mynd af sér frá fæðingu sonar hennar, Arnaldar, árið 2019

„Þarna er ég komin meira en sólahring inn í fæðingu Arnaldar. Ég fékk að fara í göngutúr og fór að uppáhalds styttunni minni – Vernd í listasafni Einars Jónassonar. Í ástarsorg á leiðinni í bráðakeisara,“ sagði hún.

„Ég fékk HELLP meðgöngueitrun í fyrstu meðgöngu sem var lífshættuleg fyrir okkur Freyju, og seinni fæðingunni vorum við Arnaldur einnig í hættu stödd. Ég fæ samviskubit að finna fyrir sorg því ég á heilbrigð börn. Ég finn sorg að upplifa að þegar ég hef þurft sem mest á stuðningi og ást að halda á mínum meðgöngum þá fann ég það ekki, að ganga ein með barn var erfitt, og tók á þegar ég lagði ekki upp í þá ferð.“

Þórunn Antonía sagði að það hefði ekki verið auðvelt að opna sig um þetta en hún gerði það í von um að hjálpa öðrum mæðrum.

„Þetta eru tilfinningar sem ég deili ekki auðveldlega en ég vona að þær veiti öðrum styrk. Öll sorg verður að visku og þakklæti ef við leyfum því að gerast. Ef einhver móðir þarna úti er að upplifa svipaðar tilfinningar og gráta sig í svefn á mæðradag sendi ég ykkur ást. Það má líða alls konar. Ferðalög okkar eru ólík en öll skipta máli,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu