fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Meint stéttarfélag innbrotsþjófa vekur athygli – „Munið að festa flatskjá aldrei við vegg“

Fókus
Fimmtudaginn 19. maí 2022 16:30

Mynd stolið af Facebook-síðu félagsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallað stéttarfélag innbrotsþjófa hvetur landsmenn til að veggfesta ekki sjónvarpstæki sín. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var til fjölmiðla.

„Það er allt of algengt að þegar okkar fólk mætir á vettvang til að fjarlægja sjónvarpstæki af heimilum, þá sé sjónvarpið fast við vegg. Þetta eykur fyrirhöfn fyrir okkar fólk sem vinnur þegar undir miklu álagi og oft í tímaþröng.

Ef þið getið mögulega vakið athygli lesenda á þessu, þá væruð þið að aðstoða okkur heilmikið.

Með virðingu og þökk,

SI – stéttarfélag innbrotsþjófa“

Með tilkynningu er vísað til nýlegrar færslu á  Facebook-síðu félagsins.

Stéttarfélag Innbrotsþjófa hefur einnig vakið athygli fyrir sjónvarps- og útvarpsauglýsingar sínar þar sem vakin er athygli á hinum ýmsu baráttumálum stéttarinnar. Athygli vekur einnig að í kjölfar auglýsinganna má að jafnaði heyra eða sjá auglýsingar frá fjarskiptafyrirtækinu Nova, þar sem auglýst eru snjallar lausnir við að verja heimili. Heimasíða félagsins er þar engin undantekning og gætu því ýmsir talið að hér sé sérstaklega snjöll auglýsingaherferð á ferðinni.

Heimasíða Stéttarfélags Innbrotsþjófa er einnig áhugaverð. Þar má finna til dæmis auglýst orlofshús:

„Laus um helgina. Munið orlofshúsavefinn þar sem má finna bústaði og orlofshús sem eiga að vera auð, yfirgefin og aðgengileg öllum félagsmönnum. Fyrstur kemur fyrstur fær!“ 

Þar kemur einnig fram að félagsgjöld megi greiða með rafmynt: „Nú getur þú greitt þín félagsgjöld með BitCoin eða Dogecoin. Nafnlaust, órekjanlegt og fullkomlega öruggt. Greiðsluseðill kominn í veski allra félagsmanna.

Að sjálfsögðu má þar einnig finna upplýsingar um baráttumál félagsins.

„Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þegar íslenskt fyrirtæki ógnar lífsviðurværi okkar fólks með snjöllum hágæða heimakerfum er tími fyrir SI – Stéttarfélag innbrotsþjófa að láta í sér heyra. 

  • Við berjumst gegn ódýrum hágæða heimakerfum

  • Við styðjum okkar félagsmenn í þýfi og starfi 

  • Við vekjum athygli á glæpafordómum 

  • Við viljum afglæpavæða glæpi“

Eins vill félagið lengja vinnuvikuna aftur, enda þurfi félagsmenn tíma til að vinna sín verk og því óhentugt að landsmenn séu meira heima. „Stytting vinnuvikunnar styttir okkar tíma.“

Og síðan vill félagið auðvitað afnema virðisaukaskattinn af sokkabuxunum.

Allskonar lítil smáatriði á síðunni vekja einnig kátínu. Til að mynda eru „logo“ félagsins klárlega hugmyndafræðilega stolið af Olís annars vegar og samtökum iðnaðarins hins vegar og flestar myndir með vatnsmerki frá myndabönkum sem bendir til ólöglegrar notkunar. Og að sjálfsögðu er netfang félagsins skráð ProtonMail sem býður upp á dulkóðun og er erfiðara að rekja en mörg önnur algengari netföng. Heimilisfang félagsins er skráð í dropphólf sem finna má í Lindum.

Félagið vakti einnig athygli á Twitter um helgina þegar það tók þátt í að tísta um Eurovision-keppnina undir myllumerkinu #12stig.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“