fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Fóru út í einn bjór og enduðu á Ibiza

Fókus
Fimmtudaginn 12. maí 2022 15:30

Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum örugglega flest lent í því að ætla út í einn bjór en endað með að djamma fram eftir nóttu, með tilheyrandi hausverk daginn eftir. En tveir breskir karlmenn fóru með þetta enn lengra þegar þeir enduðu í helgarferð til Ibiza. LadBible greinir frá..

Vinirnir Dan Evans og Alex Stubbs eru frá litla bænum Merthyr í Wales. Þeir fóru á barinn síðastliðið föstudagskvöld, ætluðu bara að fá sér einn bjór og vera komnir heim fyrir hálf tólf.

Þeir drukku ekki bara einn bjór, og þeir voru ekki komnir heim fyrir miðnætti. Einhver á barnum stakk upp á að þeir myndu skella sér til Mallorca. Þeim fannst það frábær hugmynd, náðu í vegabréf sín og hleðslutæki fyrir símann og tóku leigubíl á flugvöll.

Því miður var næsta flug til Mallorca fullbókað en það voru enn nokkur sæti laus til Ibiza. Þrátt fyrir að vera ekki með hótelgistingu, eða flug heim, þá ákváðu þeir að láta slag standa og fóru til Ibiza.

Um leið og þeir lentu á eyjunni skelltu þeir í sig nokkrum skotum og fóru á vinsælan strandarklúbb. Þar héldu þeir áfram að drekka og fóru síðan á næturklúbb þar sem var dansað og drukkið meira.

Mynd/Instagram

Í samtali við LadBible sagði Dan að þeir hefðu hvorugir sofið alla helgina, heldur héldu þeir sér vakandi í 36 klukkutíma. Þeir sváfu á heimleiðinni og mættu til vinnu á mánudagsmorgun, ekki þeir ferskustu enda viðurkenndi Dan í samtali við Wales Online að óvænta helgarferðin hefði verið „smá sjokk fyrir kerfið.“

„Það var erfiðara að fljúga heim, en okkur tókst að koma okkur heim með nægan tíma til að koma okkur í vinnuna á mánudeginum. Þetta var þess virði, við sjáum ekki eftir neinu og eigum örugglega eftir að gera þetta aftur. En það gætu liðið nokkur ár þar til við getum gert þetta aftur,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Í gær

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“