fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

„Kærasti“ Áslaugar Örnu olli fjaðrafoki í jólahlaðborði Sjálfstæðismanna

Fókus
Miðvikudaginn 7. desember 2022 09:24

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er greinilegt að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er mikill húmoristi en hún ákvað síðastliðinn fimmtudag að hrekkja félaga sína í Sjálfstæðisflokknum. Áslaug mætti nefnilega með manni á jólahlaðborð Sjálfstæðisflokksins en hún tilkynnti flokksfélögum sínum að um kærasta sinn væri að ræða.

Vísir fjallaði um málið og ræddi við Áslaugu sem segir hrekkinn hafa heppnast vel. Hún segist hafa ákveðið að gera þetta því hún fær reglulega spurningar frá fólki um hjúskaparstöðu sína en hugmyndina fékk hún frá frænku sinni sem spilaði eitt sinn sama leik.

Maðurinn sem mætti með Áslaugu er leikari og var undirbúin góð baksaga fyrir „parið“ til að gestirnir í jólahlaðborðinu myndu örugglega trúa þeim. Það var hins vegar bara fyrsti fasinn í hrekknum. „Fyrst um sinn lék hann stórkostlegan leik og allir kunnu mjög vel við hann. Það var auðvitað mikilvægur grunnur að því sem seinna kom,“ segir Áslaug í samtali við Vísi en þegar leið á veisluna fór „kærastinn“ að haga sér illa og valda fjaðrafoki í veislunni.

„Gestirnir voru sumir orðnir verulega óánægðir með ráðahaginn og byrjuð að leggja á ráðin um hvernig það ætti að hjálpa mér út úr þessu. En þá var grínið líka toppað og því stoppað,“ segir Áslaug við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum
Fókus
Fyrir 2 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi