fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Segir að það séu nýjar leikreglur á ástarlífsmarkaðnum – „Passið ykkur á honum Ragnari eða Jónasi“

Fókus
Þriðjudaginn 6. desember 2022 19:00

Berglind Rós Magnúsdóttir. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er að eiga sér stað bylting á þessum kynferðis og tilfinningavettvangi,“ segir Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir um ástandið á ástarlífsmarkaðnum í þættinum Undir yfirborðið í kvöld þar sem hún kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar á tilhugalífi fráskildra framakvenna.

Þar kemur meðal annars fram að konur eru að læra að vernda ástarkraftinn sinn og njóta erótísks unaðar í tilhugalífinu án þess að verða fyrir ástararðráni.

Stefnumótaforritið Tinder spilar stóra rullu á ástarflífsmarkaðnum og nú sækjast konur gjarnan eftir erlendum vonbiðlum sem uppfylla betur viðmið um ástarverðuga og spennandi karlmenn.

video
play-sharp-fill

„Passið ykkur á honum Ragnari eða Jónasi“

„Konur eru að taka sig saman og segja frá mönnum sem haga sér illa og við þekkjum FB-síðuna „Stöndum saman.“ Þetta er ekki hægt erlendis: „Passið ykkur á honum Ragnari eða Jónasi““, segir Berglind Rós í þættinum sem verður sýndur á Hringbraut í kvöld. Hún fjallar um nýja leikreglur á ástarlífsmarkaðnum.

Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir er leiðandi á þessu sviði og er formaður Hins íslenska ástarrannsóknarfélags. Í þættinum ræða Ásdís og Berglind saman um ástarrannsóknir, ástarkraftinn, tilfinningaauðmagn, kynósandi kapital, ástararðrán leikreglur tilhugalífsins, um Tinder, og hjásvæfla.

Horfðu á Undir yfirborðið á Hringbraut í kvöld kl. 19:30

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Hide picture