fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fókus

Svona undirbjó Margot Robbie sig fyrir nektarsenuna með DiCaprio

Fókus
Föstudaginn 25. nóvember 2022 11:50

Úr kvikmyndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Margot Robbie átti stórleik í The Wolf of Wall Street, kvikmynd Martin Scorsese um auðjöfurinn Jordan Belfort sem kom út árið 2013. Ein sena í kvikmyndinni vakti töluverða athygli á sínum tíma en í henni er Margot Robbie allsnakin að leika á móti Leonardo Di Caprio, sem fór með aðalhlutverkið í myndinni.

Robbie var sérstakur gestur á BAFTA hátíðinni í ár en á hátíðinni ræddi leikkonan um senuna þar sem hún var nakin. Hún segir að hún hafi þurft að leita í áfengi áður en senan var tekin upp. „Ég er ekki að fara að ljúga, ég fékk mér nokkur skot af tekíla fyrir þessa senu því ég var stressuð, mjög, mjög stressuð,“ sagði hin 32 ára gamla Robbie en hún var aðeins 22 ára gömul þegar hún lék hlutverk Naomi Lapaglia, eiginkonu Belfort í myndinni.

„Ég veit að þetta hljómar ótrúlega kjánalega núna því myndin varð svo vinsæl en á þessum tíma hugsaði ég með mér að enginn myndi taka eftir mér í þessari mynd,“ sagði Robbie einnig. Hún sagðist hafa hugsað að það myndi ekki skipta máli hvað hún gerði í myndinni því allir væru með augun á DiCaprio.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms