fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Kennari tók upp klám í kennslustofunni og glímir nú við afleiðingarnar – „Það er ekki öruggt fyrir mig að yfirgefa heimili mitt“

Fókus
Laugardaginn 19. nóvember 2022 20:00

Samantha Peer - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samantha Peer var nýlega sagt upp sem kennari í gagnfræðiskóla í Lake Havasu í Arizona-ríki í Bandaríkjunum en uppsögn hennar má rekja til þess að starfsmenn í skólanum fundu aðgang hennar á vefsíðunni OnlyFans. Vefsíðan gerir notendum kleift að selja efni gegn mánaðarlegu gjaldi.

Allur gangur er á því hvers konar efni er deilt á síðunni. Einkaþjálfarar, listafólk og áhrifavaldar nota gjarnan síðuna en nekt, klám og erótískt efni er lang vinsælast, Samantha hafði einmitt verið að selja klámfengið efni á síðunni. Ekki bara var hún að selja slíkt efni heldur hafði hún tekið hluta af því upp í kennslustofunni sinni í gagnfræðiskólanum. Samantha hafði gengið undir dulnefni á OnlyFans en þegar myndbönd sem hún tók upp í kennslustofunni fór eins og eldur í sinu um alnetið tók fólk í skólanum eftir því.

Þegar upp komst um myndbandið var Samantha tafarlaust sett í leyfi en skömmu síðar var henni gert að segja upp. Sömu sögu var að segja um eiginmann hennar sem vann í öðrum skóla í nágrenninu, hann var rekinn fyrir að taka þátt í að framleiða erótíska efnið með henni.

Í yfirlýsingu sem Samantha gaf út vegna málsins biðst hún afsökunar á þessu öllu saman. Þá segist hún hafa neyðst til að stofna aðgang á vefsíðunni því launin sem hún og eiginmaður hennar fengu sem kennarar dugðu ekki. Hún hafi þurft að taka að sér ýmis aukaverkefni í skólanum til þess eins að ná endum saman.

„Börnin mín eru það mikilvægasta í lífi mínu og ég var nú þegar að eyða endalausum tíma utan vinnutíma í skólanum. Mér finnst ekki sanngjarnt að ég hafi þurft að fórna tíma minna eigin barna því launin okkar voru ekki nógu mikil,“ segir Samantha í yfirlýsingunni. Hún fullyrðir að myndbönd sem tekið var upp í skólanum hafi verið gert um helgi, utan vinnutíma. „Enginn undir aldri var á staðnum eða í þessum myndböndum.“

Samantha segir að hún sé þegar að glíma við afleiðingarnar, hún hafi misst kennaraleyfið sitt sem og starfið sem hún elskaði. Þá segir Samantha í samtali við Daily Star að hún og fjölskyldu hennar hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þess sem málið var gert opinbert. „Það er fólk að hringja og senda mér skilaboð, hóta að elta mig, koma að húsinu mínu og börnunum mínum.“

Einnig segist hún vera neydd í að halda áfram að auglýsa aðganginn sinn á vefsíðunni, hún sé núna eina tekjulind fjölskyldunnar. „Það er ekki öruggt fyrir mig að yfirgefa heimili mitt. Ég hugsa að það sé ábyggilega ómögulegt fyrir mig að fá starf í bænum. Þetta er það sem ég þarf að gera til að setja mat á borðið. Ég get ekki setið og gert ekkert, látið börnin mín svelta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin