fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Svarar fyrir umdeildu nærfatamyndatökuna með móður sinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leni Klum, dóttir ofurfyrirsætunnar Heidi Klum, svarar fyrir undirfataherferðina sem mæðgurnar sátu saman fyrir í.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá skoðaði ég ekki mikið af viðbrögðunum [sem herferðin fékk],“ sagði Leni í samtali við Page Six.

Leni er 18 ára og fetar í fótspor móður sinnar í fyrirsætubransanum. Mæðgurnar sátu saman fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi og herferðin fór í loftið í október.

Mörgum þótti myndirnar „furðulegar“ og „óviðeigandi“ og tjáðu skoðun sína á samfélagsmiðlum. Leni viðurkenndi að hún hafi forðast að lesa athugasemdirnar á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Intimissimi (@intimissimiofficial)

„Ég er ánægð með herferðina og átti frábæran dag með mömmu minni. Mér þótti myndirnar koma vel út og við skemmtum okkur konunglega,“ sagði Leni og bætti við að það hefði verið gaman að fá tækifæri til að vinna með móður sinni.

„Ég elska hana. Hún veitir mér innblástur og gefur mér ráð, allt við hana er stórkostlegt. Ég gæti haldið endalaust áfram.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Leni Olumi Klum (@leniklum)

Útvarpsmaðurinn Howard Stern var meðal þeirra sem gagnrýndu mæðgurnar. Hann sagði í útvarpsþætti sínum að honum þætti herferðin óviðeigandi.

„Þetta er svo fokking út úr kortinu. Þetta er svo óviðeigandi, en þú getur ekki hætt að horfa á þetta,“ sagði hann.

„Þetta er eins og persónuleg fantasía karlmanna. Þær eru að kyssast og halda utan um hvor aðra. Og þær eru að fíflast.“

Mynd úr herferðinni.

Netverjar höfðu einnig nóg um málið að segja.

„Að kyngera dóttur þína um leið og hún verður lögleg er furðulegt,“ sagði einn netverji.

„Ég myndi ekki sitja fyrir í kynþokkafullum undirfötum með móður minni,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni