fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Fókus

Sakamál: Lét hún myrða móður sína?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. janúar 2022 20:30

Rachelle Waterman. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. nóvember árið 2004 gerðist óvenjulegur og óhugnanlegur atburður í smábænum Craig í Alaska-fylki í Bandaríkjunum. Lögreglumenn fundu þá bíl sem hafði brunnið og í bílnum var lík, óþekkjanlegt eftir brunann.

Sama kvöld tilkynnti Doc Waterman um hvarf eiginkonu sinnar, Lauri Waterman, en hann hafði ekki séð hana í sólarhring.

Krufning leiddi í ljós að líkið í bílnum voru líkamsleifar Lauri Waterman. Rannsókn á vettvangi leiddi ennfremur í ljós að kveikt hafði verið í bílnum. Síðast ekki síst kom í ljós eftir krufningu að Lauri hafði ekki látist vegna brunans heldur hafði hún verið dáin áður, hún hafði verið barin í hel. Reynt var síðan að láta líta út fyrir að hún hefði látist af slysförum, þ.e. vegna þess að það kviknaði í bíl hennar.

Stormasamt samband mæðgna

Rannsókn lögreglu beindist fyrst að eiginmanninum, Doc, enda er maki yfirleitt sá fyrsti sem rannsakaður er eftir morð á giftu fólki. Doc var talinn hafa haldið framhjá Lauri og gerði það hann enn grunsamlegri. Hann hafði hins vegar pottþétta fjarvistarsönnun en bæði hann og börn þeirra hjóna voru að heiman helgina sem Lauri var myrt.

Við rannsóknina vakti blogg dótturinnar, Rachelle, athygli lögreglunnar. Rachelle, sem var 16 ára, lýsti í skrifum sínum stormasömu sambandi við móður sína og sakaði hana meðal annars um ofbeldi. Í yfirheyrslum lögreglu viðurkenndi Rachelle hins vegar að hún hefði sagt ósatt um þetta, móðir hennar hefði ekki beitt hana ofbeldi.

En áhugi lögreglunnar á Rachelle var vakinn og þeim möguleikum velt upp að hún hefði haft eitthvað með dauða Lauri að gera. Viðtöl við vini og skólafélaga leiddu í ljós að miklar breytingar höfðu orðið á hegðun Rachelle við kynni sín af tveimur mönnum, þeim Jason Arrant og Brian Radel, en þeir voru báðir 25 ára. Hún hafði kynnst þeim við spilun á leiknum Dungeons and Dragons og hafði laðast að Jason Arrant, höfðu þau sofið saman þó að hann væri 9 árum eldri og Rachelle undir lögaldri. Varð Rachelle opnari og grófari í framkomu eftir að hafa kynnst þessum mönnum og hún fór að sækja í gotneska tísku í útliti og glæðaburði.

Við yfirheyrslur lögreglu á þeim félögum, Jason og Brian, komu smám saman óhugnanlegar staðreyndir fram í dagsljósið.

Samsæri eða misskilningur?

Jason og Brian neituðu í fyrstu að hafa nokkuð haft með dauða Lauri að gera en áður en yfir lauk í yfirheyrslum höfðu þeir játað að hafa myrt hana og haft samverknað þar um. Brian var sá sem myrti Lauri en Jason var vitorðsmaður hans.

Báðir staðhæfðu mennirnir hvað eftir annað að Rachelle hefði fengið þá til að myrða móður sína og tilgangurinn með morðinu hefði verið sá að forða Rachelle frá frekar ofbeldi móðurinnar. Ofbeldi sem reyndist þó eingöngu hafa verið uppspuni hjá Rachelle.

Rachelle harðneitaði því í lögregluyfirheyrslum og fyrir dómi að hafa fengið þá félaga til að myrða móður sína. Hún sagði að þeir hefðu oft boðist til þess að myrða hana en hún hafi grátbeðið þá um að láta hana í friði.

Það fór svo að Brian Radel var dæmdur í 99 ára fangelsi fyrir morðið á Lauri Waterman og Jason Arrant í 50 ára fangelsi fyrir samverknað.

Rachelle var hins vegar aðeins sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og var hún dæmd í þriggja ára fangelsi. Hún er fyrir löngu síðan orðin frjáls manneskja á ný. Margir telja að hún hafi ekki fengið réttlátan dóm og hún hafi ekki þurft að bera fulla ábyrgð á hlut sínum í hinu hræðilega morði á móður hennar. Þó þarf einnig að taka með í reikninginn ungan aldur hennar en hún var aðeins 16 ára á meðan morðingjarnir voru 25 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Húsnæði Forsetans til sölu á 150 milljónir

Húsnæði Forsetans til sölu á 150 milljónir
Fókus
Í gær

Þórunn Antonía blæs á kjaftasögurnar – „Allir sem þekkja mig vita að ég deita ekki fótboltamenn og svaf ekki hjá þessum dúdda“

Þórunn Antonía blæs á kjaftasögurnar – „Allir sem þekkja mig vita að ég deita ekki fótboltamenn og svaf ekki hjá þessum dúdda“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ertu á lausu – Sex algeng mistök

Þess vegna ertu á lausu – Sex algeng mistök
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mannslíkaminn er furðuverk: Pissum baðkari á mánuði

Mannslíkaminn er furðuverk: Pissum baðkari á mánuði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heiður og skylda ofar öllu – Maðurinn sem háði eins manns stríð í þrjátíu ár

Heiður og skylda ofar öllu – Maðurinn sem háði eins manns stríð í þrjátíu ár