fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Einstök saga af vináttu Jónatans og gula hefðarkattarins Flækjufótar – „Ég bjó um tuskuna eins og sendibréf“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 13:02

Kisi hefur það notalegt á tuskunni. Mynd/Gunnhildur Jónatansdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónatan Hermannsson á einstakt samband við gulan kött sem hann kynntist hér á árum áður og halda þeir sambandi þó kisin Flækjufótur sé nú fluttur úr landi. Lyktin tengir þá saman.

Jónatan deildi frásögn af vinskapnum á Facebooksíðu sinni og hefur hún heldur betur hreyft við fólki. Hann gaf DV góðfúslega leyfi til að birta þessa hjartnæmu sögu.

„Ég vingaðist hér á árunum við gulan hefðarkött sem átti heima í Þingholtunum – hann flutti úr landi fyrir réttum tveimur árum

síðan höfum við ekki sést – en ég skrifaði honum bréf um jólin

ég hafði tusku í vasa mínum og þæfði hana fingrum í hálfan mánuð meðan ég gekki hring eftir hring um nesið – hugsaði alltaf að ég væri að skrifa á lyktarmáli

hann var vanur að heilsa mér með því að þefa af fingrum mér – ég bjó um tuskuna eins og sendibréf – skrifaði utan á og Gunnhildur færði honum

hann á nú heima í Finnlandi – þegar honum var hjálpað við að opna bréfið lagðist hann þegar á tuskuna og andaði að sér ilminum að heiman

hann ber hana ekki með sér – en hvar sem tuskan er lögð þá eltir hann – leggur höfuðið á hana og lokar augunum

því að þar er allt sem honum þótti vænt um í gamla landinu.“

Þegar tuskan var færð í stólinn elti kisi. Mynd/Gunnhildur Jónatansdóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Í gær

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Í gær

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“