fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Opinberar skilaboð frá Britney Spears sem hún segir hreinsa hana af öllum áburði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 17:40

Jamie Lynn Spears og Britney Spears.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Lynn Spears, leikkona og yngri systir Britney Spears, heldur því fram að systir hennar hafi sent henni skilaboð þar sem hún biðst afsökunar. Hún hefur nú deilt skilaboðunum með almenningi í nýju sjálfsævisögu sinni „Things I Should Have Said“ sem kom út í dag.

Jamie Lynn hefur verið að kynna bókina undanfarið og var á dögunum í viðtali í Good Morning America sem féll ekki í kramið hjá Britney.

Sjá einnig: Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

„Fjölskylda mín eyðilagði drauma mína alveg hundrað milljón prósent og reyna svo að láta mig líta út fyrir að vera sú geðveika. Fjölskylda mín elskar að draga mig niður og særa mig og ég er komin með upp í kok af þeim,“ sagði Britney eftir að viðtalið kom út.

Skilaboðin

Jamie Lynn fór í hlaðvarpsþáttinn „Call Her Daddy“ og sagðist ætla að opinbera skilaboðin frá systur sinni og sagði að skilaboðin myndu hreinsa hana af öllum áburði. Fyrsta hluta má horfa á hérna. 

Nú er bókin komin út og skilaboðin einnig.

„Í nýlegum skilaboðum frá systur minni þá sagði hún sjálf: „Ég veit að þetta er ekki þér að kenna og fyrirgefðu að ég sé svona reið út í þig. Þó svo að ég sé stóra systir þín þá þarf ég á þér að halda meira en þú þarft á mér að halda, og það hefur alltaf verið þannig,““ kemur fram í bókinni.

Britney hefur ekki tjáð sig um skilaboðin og svaraði talsmaður söngkonunnar ekki spurningum blaðamanns Page Six um málið. Aðdáendur stjörnunnar hafa hins vegar bent á að þegar Britney var undir forræði föður síns þá höfðu fleiri en hún aðgang að síma hennar og draga margir sannleiksgildi skilaboðanna í efa.

Lengi hefur verið stirt á milli systranna. Britney, sem er fertug, telur systur sína, sem er þrítug, hvorki hafa verið til staðar fyrir hana né stutt við bakið á henni í baráttu Britney fyrir frelsi undan valdi föður þeirra. Britney fékk svo ósk sína uppfyllta í núvember er hún var úrskurðuð sjálfráða að nýju eftir rúmlega áratug þar sem hún fékk nánast engu ráðið um sitt eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna