fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Vann stóra vinninginn og nú neitar fjölskyldan að tala við hann

Fókus
Mánudaginn 10. janúar 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hverjum dreymir ekki um að hneppa stóra vinninginn í Lottó? Líklega hafa flestir átt þann dagdraum og séð fyrir sér hvernig peningunum yrði varið og hugsa þá margir hvernig þeir ætli að nota pening til að hjálpa þeim sem standa þeim næst.

Einn lottóvinningshafi hefur þó tilkynnt að hans fjölskylda fái ekki krónu af vinningnum.

Hann leitaði ráða Reddit þar sem hann útskýrði að hann og eiginkona hans kaupi reglulega lottómiða til gamans. „Nýlega unnum við stóra pottinn. Eftir kostnað og skatta fengum við um 700 milljónir króna og eftir að borga niður skuldir (námslán, fasteignalán og bílalán) áttum við um 650 milljónir eftir. Ef þið vissuð það ekki þá enda flestir lottóvinningshafar blankir eftir nokkur ár.“

Þessi maður vildi þó ekki feta í þau spor og ákvað að fjárfesta fyrir um 400 milljónir og nota restina til að kaupa fjölbýlishús. Þetta lagðist illa í fjölskyldu mannsins.

„Þegar ég sagði fjölskyldu minni hélt ég að þau myndu samgleðjast og vera ánægð með hversu skynsöm við værum með peningana. En þau byrjuðu strax að tala um að fara í stóra fjölskylduferð, um að ég myndi borga allar þeirra skuldir og fleira.“

Maðurinn reyndi þá að skýra fyrir fjölskyldu sinni að þó að þetta væri stór vinningur þá væri hann ekki nógu stór til að hann gæti gefið hann allan til fjölskyldu og vina. „Og þá urðu þau brjáluð. Þau sögðu að ég væri ekki lengur velkominn í þessa fjölskyldu og að ég ætti aldrei að tala við þau aftur. Ég held að ég sé ekki vondi gæinn í þessu máli þar sem ég er að gera það sem er best fyrir mig og konu mína. Er ég að vera fáviti?“

Maðurinn spyr að þessu inn á reddit síðu þar sem fólk biður aðra að dæma hvort það sé asninn í tilteknum aðstæðum. Í þessu máli komust notendur að þeirri niðurstöðu að lottóvinningshafinn væri ekki asninn heldur fjölskyldan hans. Þó svo margir í athugasemdum sjái fyrir sér að deila mögulegum stórum vinning með fólkinu sínu þá sé það aldrei sjálfsagt, og hvað þá eitthvað sem fjölskyldumeðlimir eigi heimtu á.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi