fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fókus

Skamma Katy Perry vegna lagatexta um mannætuna Jeffrey Dahmer

Fókus
Föstudaginn 30. september 2022 15:29

Katy Perry í myndbandinu við Dark Horse.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsælasta efnið á Netflix þessa stundina eru þættirnir Monster: The Jeffrey Dahmer Story þar sem Evan Peters leikur fjöldamorðingjann og mannætuna Dahmer á eftirminnilegan hátt en hann myrti sautján unga menn og drengi á árunum 1978 til 1991.

Vinsældir þáttanna hafa orðið til þess að ýmsir eru nú farnir að rifja upp fortíðina. Söngkonan Katy Perry er því óvænt orðinn skotspónn harðrar gagnrýni vegna textabrots í laginu Dark Horse sem kom út árið 2013.

Í laginu rappar Juicy J og segir hún meðal annars: „She eats your heart out like Jeffrey Dahmer.“
Þetta finnst mörgum ekki lengur við hæfi, nú þegar þeir hafa séð þættina, og kalla þetta „óvirðingu“ í garð fórnarlamba Dahmers og hreinlega „ógeðslegt.“

Öðrum finnst hins vegar undarlegt að fólk sé að velta sér upp úr texta við lag sem kom út fyrir níu árum.

Þá eru Katy Perry og Juicy J alls ekki eina tónlistarfólkið sem hefur nefnt Dahmer í textum sínum heldur hafa til að mynda Eminem, Kesha, Marilyn Manson og Nicki Minaj gert slíkt hið sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Könnun: Hvernig fannst þér Skaupið?

Könnun: Hvernig fannst þér Skaupið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hér eru átta áramótaheit sem þú ættir að forðast

Hér eru átta áramótaheit sem þú ættir að forðast