Þrátt fyrir að Georg prins sé aðeins 9 ára gamall þá virðist hann vera mjög meðvitaður um stöðu sína í samfélaginu, það er að hann eigi eftir að verða kóngur einn daginn. Vilhjálmur, faðir Georgs, er krónprins Bretlands og mun því verða konungur þegar Karl Bretakonungur deyr. Georg mun svo taka við af föður sínum þegar hann deyr ef allt gengur upp.
Samkvæmt Katie Nicholl, sérfræðingi um bresku konungsfjölskylduna, þá er Georg farinn að nýta sér stöðu sína til að ná sér niðri á samnemendum sínum í Lambrook skólanum í Berkshire. Katie segir að Vilhjálmur og eiginkona hans, Kate Middleton, séu að ala Georg prins upp með það í huga að hann sé meðvitaður um það hlutverk sem hann á eftir að gegna í framtíðinni.
„Georg veit að hann á eftir að verða konungur einn daginn og sem ungur drengur þá lendir hann í árekstrum við vini sína í skólanum en hann hefur gert út af við þá með rosalegri setningu: Faðir minn mun verða konungur svo þú skalt passa þig.“