fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ódýrari deit – Stefnumótaráðgjafinn deilir góðum ráðum sem eru gagnleg í verðbólgunni

Fókus
Þriðjudaginn 20. september 2022 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem betur fer hafa Íslendingar sloppið ágætlega frá hinni ógurlegur stefnumótamenningu sem tröllríður öllu í enskumælandi löndum. Hingað til að minnsta kosti. En með tilkomu TinderSmitten og álíkra forrita hefur djammsleiks-menningin vikið fyrir stefnumótum í auknum mæli og eru þá góð ráð dýr þegar verðbólgan étur upp launin með ógnarhraða.

Stefnumótaráðgjafinn Hayley Quinn hefur deilt góðum ráðum með The Sun sem hafa má í huga ef ætlunin er að leita að hinum eina rétta, nálinni í heystakki stefnumótaforrita, án þess að þurfa að hækka yfirdráttinn of mikið. Því betri er enginn dráttur en yfirdráttur – er það ekki?

Stefnumóta-deilihagkerfi

Þetta ráð á sérstaklega vel við konur, en getur líka gilt fyrir kvár og karla sem vilja klæða sig upp fyrir stefnumót. Ef vinahópurinn er fjölmennur og margir á sömu biðilsbuxunum er hægt að skapa fata-deilikerfi til að komast upp með að þurfa ekki að kaupa nýtt dress fyrir hvert deit.

„Þú getur stofnað hóp með vinum þínum,“ segir Hayley. Hún mælir með að fólk stofni hóp á samfélagsmiðlum og deili þar myndum af bestu fötunum sínum og svo getur fólk lagt inn beiðni ef það vill fá í láni. Þetta er líka umhverfisvænt svo það er plús.

Barnapíu-klúbbur

Ef þú átt börn, vinir þínir eiga börn, þú ert í makaleit, vinirnir líka – hvers vegna ekki að spara sér kostnaðinn við pössun og skiptast á að passa?

„Þú gætir jafnvel fengið með ættingja, foreldra eða systkin sem eiga eigin börn og skipst á að passa börnin. “

Matur ástarinnar

Hayley segir að það sé engin regla að maður þurfi að fara út að borða og gráta svo yfir reikningnum. Hvers vegna ekki að bjóða bara heim og elda saman? Þá væri jafnvel hægt að skjótast á veitingastað eða út í ísbúð eftir matinn til að fá smá eftirrétt.

Hayley bendir á að það séu til YouTube kennslumyndbönd um tilteknar matseld og svo sé  gamla góða uppskriftabókin klassík.

„Svo þú getur þarna sparað pening og farið svo út og þið getið fengið ykkur góðan eftirrétt ef ykkur langar enn að fara út úr húsi og gera eitthvað.“

Skúrkar í bíó

Það er ekki ókeypis að fara í kvikmyndahús nú til dags, hvað þá ef maður ætlar að fá sér hinn hefðbundna popp og kók pakka með. Hayley bendir á að sum bíó hið ytra leyfi fólki að koma með sinn eigin mat með sér. Það er víst ekki svo á Íslandi en hver man samt ekki eftir gamla góða bakpoka-ráðinu? Það er að lauma með sér stjörnuostapoppi eða örbylgjupoppi (poppuðu að sjálfsögðu) með inn í bíó. Þar er hægt að spara. Svo má minnast þess að á Íslandi er gjarnan hægt að fá 2f1 tilboð í bíó annað hvort í gegnum tilboð hjá símafélögum eða með sérstökum afsláttar- eða fríðindakortum.

Afsláttarmiðar

Afsláttarmiðar eru ekki kynþokkafullir. Við skulum bara segja það hreint út. En það er heldur ekki kynþokkafullt að þurfa að lifa á núðlum eftir að stefnumótið kostaði mann aleiguna. Hayley bendir fólki á að nýta afslætti og tilboð og aftur bendir blaðamaður á 2f1 tilboð sem er víða hægt að finna, sérstaklega fyrir hádegismat en líka fyrir kvöldmat. Síðan er oft hægt að finna afslætti hér og þar og það er bara ekkert að því að nota þá.

Kannski eru afsláttarmiðar ekki sexý en að kunna vel að fara með peninga er það klárlega.

Útivera

Náttúran kostar ekkert. Svo hvað er betra en að skella sér upp á Esjuna, Helgafell og svo framvegis með deitinu? Plúsinn er að ef þið verðið móð hafið þið afsökun fyrir vandræðalegum þögnum og pressan að halda uppi samræðum verður minni. Þó svo að vissulega gæti verið vandræðalegt að uppgötva að deitið sé hræðilegt í hlíðum Esjunnar þá græðir maður allavega líkamsrækt og útiveru af þessu. Svo er hægt að fara í göngutúra, lautarferð og hvað eina.

Hjólaborgin

Bensín kostar peninga. Það kostar ekki að fara út að hjóla. Nú þegar farið er að dimma er hægt að hjóla undir stjörnunum og hvað er rómantískara en það?

Áfengið

Hayley bendir á að hið ytra séu til veitingastaðir þar sem má koma með sitt eigið áfengi. Ekki veit blaðamaður til þess að sambærilegt sé í boði hér en engu að síður er vert að nefna að þó að áfengið í ríkinu kosti mikið þá kostar það meira á veitinga- og skemmtistöðum. Þá er gott að fá sér kannski fordrykk heima og eftir stefnumótið (ef vel gengur) og spara sér þar nokkra þúsundkalla.

Og svo er náttúrulega spurningin hvort það þurfi alltaf að vera vín. Svo er víst hægt að bjóða heim í Netflix og tjill en blaðamanni skilst þó að bæði sé það útrunninn frasi sem og að það þýði ekki það sem hann haldi að það geri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“