fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Kalt stríð milli Victoriu Beckham og tengadótturinnar

Fókus
Föstudaginn 5. ágúst 2022 13:52

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Beckham, tískudrottningin og fyrrum Kryddpía, er sögð ekki þola tengdadóttur sínam hina bandarísku Nicola Peltz sem gift er syni hennar, Brooklyn. Slúðurmiðillinn PageSix, undirvefur New York Post, heldur þessu fram og segist byggja það á traustum heimildum.

Nicola er dóttir auðkýfingsins Nelson Peltz sem er einn af 500 ríkustu Bandaríkjamönnunum. Nicola og Brooklyn kynntust fyrst á Coachella-hátíðinni árið 2017 en neistarnir fóru ekki að fljúga á milli þeirra fyrr en rúmum þremur árum síðar. Þá gengu hlutirnir líka hratt fyrir sig en Nicola og Brooklyn giftu sig í apríl á þessu ári.

„Þær þola ekki hvora aðra og talast ekki við,“ segir viðmælandi Page Six og segir að aðdragandi brúðkaupsins hafi að þeim sökum verið hræðilegur. Nicola hafi ekki viljað að Victoria hefði neitt að segja með það ferli og samskiptin hafi verið nánast engin.

Í umfjöllun miðilsins er ýjað að því að frægð Victoriu fari í taugarnar á Nicola sem hafi sjálf afrekað ýmislegt sem leikkona og fyrirsæta.

Vegna hinna meintu átaka milli Victoriu og Nicolu hafi Beckham-hjónin heyrt lítið í syni sínum síðustu mánuði. Þá hafi það farið öfugt ofan í Victoriu þegar að Brooklyn hafi birt mynd af forsíðu tímarits þar sem sjá mátti Nicolu með fyrirsögn á þá leið að hún væri hin nýja Frú Beckham.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sting stefnt vegna höfundaréttarmála – Milljónir í húfi

Sting stefnt vegna höfundaréttarmála – Milljónir í húfi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einstök eign sem tekur þig aftur í tímann – Sjáðu myndirnar

Einstök eign sem tekur þig aftur í tímann – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“