fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Ben Stiller nýtur lífsins í Flatey í Breiðafirði

Fókus
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 11:32

Ben Stiller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywoodstjarnan og Íslandsvinurinn Ben Stiller nýtur nú lífsins í Flatey í Breiðafirði ásamt stórvini sínum og kollega, Ólafi Darra Ólafssyni. Stiller er mikill aðdáandi lands og þjóðar eftir að hafa tekið upp hluta af myndinni The Secret Life of Walter Mitty hérlendis árið 2013 en Ólafur Darri lék einmitt stórt hlutverk í myndinni og varð þeim vel til vina.

Eiríkur Jónsson greinir frá Íslandsheimsókn leikarans en þar kemur fram að þeir félagarnir hafi setið að snæðingi á Hótel Flatey og látið fara vel um sig.

Ekki liggur fyrir hvort að heimsóknin tengist einhverju verkefni eða hvort Stiller sé aðeins að hvíla lúin bein.

Í júní-mánuði var Stiller á fleygiferð um Austur-Evrópu  til að vekja athygli á málefnum úkraínskra flóttamanna og hvetja til stuðnings við þá og aðra flóttamenn um allan heim. Hann fór meðal annars ttil Kyiv, höfuðborgar Úkraínu, og hitti þar meðal annars Volodymyr Zelenskyy, forseta.

Stiller og Zelenskyy tókust í hendur og Stiller sagði forsetann vera hetjuna sína: „Þetta er mér mikill heiður. Þú ert hetjan mín. Þú áttir ansi góðan leiklistarferil áður.“

Þessu svaraði forsetinn dáði af hógværð og sagði: „Ekki eins glæstan og þú.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum