fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fókus

Kim Kardashian stoppaði í miðju viðtali til að sussa á börnin sín

Fókus
Fimmtudaginn 23. júní 2022 11:25

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian er raunveruleikastjarna, snyrtivörumógúll, athafnakona og samfélagsmiðlastjarna – en hún er líka fjögurra barna móðir og stundum þarf hún að taka börnin með sér í vinnuna.

Á þriðjudagskvöldið var hún í spjallþættinum The Tonight Show with Jimmy Fallon. Nokkrum mínútum eftir að viðtalið byrjaði þurfti hún að stoppa til að sussa á syni hennar sem voru í áhorfendasalnum, Saint, 6 ára, og Psalm, 3 ára.

„Strákar, getið þið hætt? Þetta er fyrsta skiptið sem þið komið með mér í vinnuna,“ sagði hún og áhorfendur hlógu og klöppuðu.

Hún útskýrði síðan að synir hennar væru þarna með vinkonu hennar og dóttur hennar, Remi. „Það eru svo mikil læti í þeim. Krakkar, þetta er í fyrsta skipti sem þið komið með mér í vinnuna, ekki eyðileggja þetta. Kommon!“

Stuttu seinna þurfti Kim aftur að stoppa viðtalið vegna hávaða í krökkunum, en það var Psalm sem var með lætin og fór hann baksviðs.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina