fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Antonía um augnablikið þegar feluleiknum lauk – „Þá hrundi ég niður, brotnaði fyrir framan alla og grét“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. júní 2022 13:59

Antonía Arna. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonía Arna lýsir léttinum þegar hún kom loksins opinberlega út sem trans kona í kringum áramótin 2016-2017, í nýjasta þætti Eigin Kvenna undir stjórn Eddu Falak.

Þrátt fyrir að upplifa mikinn létti við að geta loksins verið hún sjálf tóku við aðrir erfiðleikar. Það er löng og ströng bið að komast í kynleiðréttandi aðgerð og Antonía segir biðina þungbæra og að margir trans einstaklingar hér á landi séu illa haldnir andlega vegna biðarinnar.

„Þetta er svo íþyngjandi fyrir sálarlífið, þessi bið. Ég komst á biðlistann í nóvember 2019 og þá fannst mér ég búin að bíða mjög lengi. Það sem gerist svo er að Covid brestur á skömmu síðar og þá eru næstum allar þessar aðgerðir settar til hliðar,“ segir hún og bætir við að þetta hafi haft mikil áhrif á hana.

„Ég hef þurft að setja lífið mitt á stopp. Ég hætti námi þar sem ég vildi ekki vera í námi þegar ég færi í aðgerðina. Ég kláraði BS-gráðu í íþróttafræði en ég hafði ætlað mér að gera meira. Ég þori bara ekki að fara í það fyrr en ég er búin í aðgerðinni,“ segir Antonía Arna, en hún er búin að bíða í tæp þrjú ár. Hún segist þurfa að vera alltaf í viðbragðsstöðu því hún gæti átt von á því að vera kölluð í aðgerðina með þriggja daga fyrirvara.

Mikill léttir að koma út

Antonía Arna kom fyrst út sem trans kona fyrir sínum nánustu árið 2013 en fannst hún ekki tilbúin að koma opinberlega út strax. Á þessum tíma glímdi hún við mikið þunglyndi og var nýbyrjuð að æfa bardagaíþróttir.

„Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur í íþróttinni en utan þess lifði ég leynilífi þar sem ég fékk að njóta mín, klæddi mig í kjóla og málaði mig,“ segir hún.

Í kringum áramótin 2016-2017 kom hún út fyrir heiminum og í þættinum rifjar hún upp augnablikið þegar feluleiknum lauk.

Hún var á æfingu í Mjölni og þjálfari spurði hana hvað hún vildi láta kalla sig. „Hann kom til mín þegar það var komið að því að gefa gráðu og spurði: „Viltu láta kalla þig Antoníu?“ Þá hrundi ég niður, ég brotnaði saman fyrir framan alla og grét. Þetta var svo mikill léttir, að fá bara að vera ég sjálf.“

Þú getur horft á allan þáttinn hér að neðan eða lesið ítarlegri grein á vef Stundarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“