fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Fókus

Fékk holskeflu ljótra athugasemda við myndband af sér og eiginmanninum – „Við vitum öll af hverju“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2022 18:58

Skjáskot/TikTok/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Alicia Mccarvell birti myndband af sér og eiginmanni sínum, ekki ólíkt þeim sem mörg pör og hjón birta á samfélagsmiðlum, en hennar myndband fór eins og eldur í sinu um netheima. Hún segir það vera vegna útlits þeirra, en samkvæmt „hefðbundnum“ fegurðarstöðlum eru þau ólík – hún telst vera í stærri stærð (e. plus-size) og hann vöðvastæltur. 

Við höfum áður fjallað um Aliciu og eiginmann hennar Scott. Hún nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, með tæplega fimm milljónir fylgjenda á TikTok og rúmlega 670 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún breiðir út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar og líkamsvirðingar á samfélagsmiðlum, einnig fyndnum og skemmtilegum myndböndum um lífið og tilveruna.

Sjá einnig: „Spurningar sem ég fæ sem feit kona gift vöðvastæltum karlmanni“

Scott er tíður gestur á samfélagsmiðlum hennar og virðist ólíkt holdafar þeirra ítrekað fara eitthvað fyrir brjóstið á sumum netverjum.

Á dögunum birti hún myndband á TikTok þar sem í upphafi myndbandsins standa hjónin fyrir framan spegil handklæðunum einum klæða og svo eru þau skyndilega klædd í fín föt.

@aliciamccarvell My forever wedding date ♥️ @scottymc4 ♬ original sound – cam

Svona myndbönd hafa verið vinsælt trend á samfélagsmiðlum undanfarið og alls konar pör tekið þátt í því, en myndband Aliciu vakti gríðarlega athygli – fékk yfir 18 milljónir í áhorf. Alicia fékk yfir sig holskeflu ljótra athugasemda þar sem útlit hennar var gagnrýnt og gert lítið úr sambandi þeirra.

@aliciamccarvellLet me love please. ||••♬ what in the jesus christ was that – sam

Nokkrar konur svöruðu myndbandinu með öðru myndbandi, þar sem þær sýndu fyrst granna líkama sína og síðan sýndu þær sig borða – gefandi til kynna að þannig myndu þær verða feitar og þar með myndi Scott hafa áhuga á þeim.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alicia Mccarvell (@aliciamccarvell)

Alicia svaraði öllum þessum ljótu athugasemdum með færslu á Instagram og myndbandi á TikTok.

„Myndbandið varð „viral“ og ég held að við vitum öll af hverju. Það er vegna þess að samkvæmt „fegurðarstöðlum“ meikum við Scott ekki sens. Heimurinn horfir á okkur og metur hann strax meira en mig. Og vegna þess að við göngum ekki upp þá reynir fólk að bæta einhverju við mín megin við útreikninginn, eins og að ég hljóti að vera rík eða að ég hafi ekki verið feit þegar við kynntumst,“ segir hún.

„Eða þau reyna að draga frá hans megin í útreikningnum, eins og að hann hljóti að vera hommi eða með blæti fyrir feitum konum. Okkur er kennt að einhver sem er í góðu líkamlegu formi, eins og Scott, gæti aldrei verið ástfanginn af, eða átt samleið, með feitri konu,“ segir Alicia.

@aliciamccarvelllet’s address the trash beauty standards in the room ||••♬ original sound – Alicia Mccarvell

Alicia bendir á að fitufordómar séu ekki bara skaðlegir fyrir feitt fólk heldur einnig grannt fólk sem metur virði sitt út frá útliti sínu.

Hún segir að kona hafi sent Scott skilaboð á samfélagsmiðlum og sagt við hann: „Þú ættir að vera með einhverjum sem lítur út eins og ég.“

„Hún var grönn og samkvæmt fegurðarstöðlum var hún tíu af tíu […] Að ég væri meirihluta sambands okkar að segja við sjálfa mig að ég væri ekki verðug ástar hans vegna líkama míns, er það sama og þessi granna kona að segjast vera verðug vegna líkama síns. Ég væri að vanmeta mig og hún að ofmeta sig. Okkur báðum hefur verið kennt að reikna út virði okkar út frá líkama okkar,“ segir hún.

„Eiginmaðurinn minn metur mig og hver ég er, húmorinn minn, skuldbindingu mína, ást mína og hjartað mitt. Og ekkert af þessu breytist þó líkami minn breytist.“

Alicia var fimmtán ára þegar hún og Scott byrjuðu saman. Þau hafa verið saman í rúmlega 15 ár og fögnuðu fimm ára brúðkaupsafmæli í október í fyrra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alicia Mccarvell (@aliciamccarvell)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kalt stríð milli Victoriu Beckham og tengadótturinnar

Kalt stríð milli Victoriu Beckham og tengadótturinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi opnar sig um kjaftasöguna sem gekk í kjölfar skilnaðarins – „Ég hef stundum verið talinn hommi“

Simmi opnar sig um kjaftasöguna sem gekk í kjölfar skilnaðarins – „Ég hef stundum verið talinn hommi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ryan Seacrest með allt á útopnu í tveimur neyðarlegum atvikum

Ryan Seacrest með allt á útopnu í tveimur neyðarlegum atvikum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu