fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Fókus
Þriðjudaginn 17. maí 2022 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur & heimili er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.

Í þætti kvöldsins fær Sjöfn Þórðar góða heimsókn í eldhúsið þar sem töfraður verður ljúffengur kvöldverður sem kemur bragðlaukunum á flug alla leið til Túnis. Safa Jemai, frumkvöðull og hugbúnaðarverkfræðingur frá Túnis, og vinur hennar Viktor Joensen yfirkokkur mæta með hágæða hráefni og heimagerðu kryddin hennar Söfu sem koma alla leið frá Túnis. En Safa stofnaði nýverið fyrirtækið Mabruka og hóf innflutning á heimagerðum kryddum frá heimalandi sínu. Saman munu Safa og Viktor töfra fram sælkeramáltíð þar sem matarheimur Túnis og Íslands fléttast saman á einstakan hátt.

Sjöfn heimsækir líka Elísu Viðarsdóttur, landsliðskonu í knattspyrnu, heim í eldhúsið þar sem þær ræða verkefni Elísu og framtíðarplön. Elísa er mikil áhugamanneskja um mat og notar matargerðina sem sína hugleiðslu. Hún hefur verið með marga bolta á lofti og hefur svo sannarlega náð að samtvinna ástríðu sína fyrir matargerð, vinnu og knattspyrnuiðkun með góðri útkomu. Elísa ljóstrar framtíðarplönum sínum í þættinum og framreiðir að sjálfsögðu einn af sínum uppáhalds réttum fyrir Sjöfn.

Brot úr þætti kvöldsins gefur að líta í spilaranum hér fyrir neðan:

 

Matur og heimili stikla 17 mai 2022
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 17 mai 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Hide picture