fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Frumsýning á nýju tónlistarmyndbandi frá Umbru – Draumkenndur og tímalaus hljóðheimur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. apríl 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Umbra var að gefa út lagið „Stóðum tvö úti á túni“ í dag ásamt tónlistarmyndbandi sem DV frumsýnir.

Umbra hefur sett tónlist við eldheitt ástarljóð úr Víglundarsögu „Stóðum tvö úti á túni“ sem er ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga. Myndbandinu var leikstýrt af hinum kanadíska Blair Alexander.

Umbra er hljómsveit sem rannsakar víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Hópurinn hefur skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtón sem hlýst af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks.

Þann 1. maí næstkomandi mun hljómsveitin gefa út nýja plötu, Bjargrúnir, sem verður fjórða plata hljómsveitarinnar. Platan verður gefin út af Dimmu, Nordic Notes í Þýskalandi og dreift af Sony Music Iceland. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða.

Hlustaðu á Umbru á Spotify hér.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu
Hide picture