fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Lady Gaga lofuð fyrir hvernig hún hjálpaði Lizu Minnelli á Óskarnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 29. mars 2022 10:32

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistar- og leikkonan Lady Gaga og stórstjarnan Liza Minnelli kynntu saman bestu kvikmyndina á Óskarsverðlaunahátíðinni síðasta sunnudagskvöld. Lady Gaga hefur hlotið allsherjar lof fyrir hvernig hún brást við aðstæðum og hjálpaði Lizu Minnelli á sviðinu.

Liza Minnelli, sem er óhætt að segja sé goð í leiklista- og tónlistabransanum, hefur unnið Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlaun á sínum langa og glæsta ferli. Hún hefur glímt við ýmis heilsufarsvandamál í árabil og var í hjólastól á Óskarnum.

Lady Gaga leyfði henni að eiga sitt augnablik þegar þær komu á sviðið. Þegar kom að því að kynna átti Liza erfitt með að lesa af kortunum og hjálpaði söngkonan henni.

Þegar myndavélin fjaraði út frá þeim mátti heyra falleg orðaskipti þeirra á milli. Lady Gaga sagði lágt: „Ég passa upp á þig“ eða „I‘ve got you.“ Og Liza svaraði: „Ég veit, takk.“

Netverjar hafa hrósað Lady Gaga hástert og þykir mörgum synd að þetta augnablik hefði ekki vakið meiri athygli en það gerði, en löðrungur Will Smith varpaði skugga á kvöldið.

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu