fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Telja vinkonudrama vera raunverulegu ástæðuna fyrir því að Kylie Jenner breytti nafni sonarins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. mars 2022 14:00

Kylie Jenner og Tammy Hembrow. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni greindi raunveruleikastjarnan Kylie Jenner frá því á Instagram að sonur hennar héti ekki lengur Wolf. Drengurinn er annað barn Kylie og rapparans Travis Scott. Hann kom í heiminn þann 2. febrúar síðastliðinn og fékk nafnið Wolf í síðasta mánuði. Fyrir eiga þau dótturina Stormi Webster, fjögurra ára.

Raunveruleikastjarnan sagði að ástæðan fyrir nafnabreytingunni væri einfaldlega sú að þeim þykir nafnið ekki passa við hann. Hún opinberaði ekki nýja nafn hans.

Sjá einnig: Breyta nafni sonarins – „Okkur fannst bara eins og þetta væri ekki hann“

Margir veltu fyrir sér af hverju parið skipti skyndilega um skoðun. Sumir töldu það vera vegna neikvæðu viðbragðanna við nafninu, en þau breyttu ekki nafni dóttur þeirra, Stormi, eftir að hafa fengið misjöfn viðbrögð þegar þau tilkynntu það árið 2018.

Travis Scott og Kylie Jenner. Mynd/Getty

Nokkrir aðdáendur stjörnunnar hafa sett fram þá kenningu að ástæðan tengist fyrrverandi vinkonu hennar, Tammy Hembrow.

Tammy er ástralskur áhrifavaldur og var hluti af innsta hring Kylie Jenner, þar til ósætti varð til þess að það slitnaði úr vinskap þeirra árið 2019.

Það gerðist í kjölfar þess að Tammy var bendluð við fyrrverandi kærasta Kylie, rapparann Tyga. Raunveruleikastjarnan hætti að fylgja áhrifavaldinum á Instagram, en Tammy hélt því fram að þau Tyga væru „bara vinir“ en staðfesti jafnframt að lag hans, „Uno“, fjallar um hana. Í laginu rappar hann mjög ítarlega um kynlíf með henni fyrir framan skyndibitastað.

Kylie hefur aldrei tjáð sig um vinslitin og var málið gleymt og grafið, þar til nú þegar fólk fór að tengja saman vinslitin við nafnabreytingu sonar Kylie.

Þannig er mál með vexti að sex ára sonur Tammy heitir Wolf. Eftir að Kylie tilkynnti um nafn sonar hennar fór Tammy að skjóta lúmskum skotum á fyrrverandi vinkonu sína.

Örfáum klukkustundum eftir að Kylie opinberaði nafnið birti Tammy mynd af sér og syni sínum og skrifaði með: „My Wolf.“

Hún skrifaði „mamma Wolfie“ á aðra mynd og kom skoðun sinni á nafnavalinu greinilega á framfæri þegar hún svaraði athugasemd frá aðdáenda.

Tammy er ólétt af sínu þriðja barni og skrifaði einn netverji við mynd af henni: „Ég bara veit að þú átt eftir að skíra barnið þitt Bentley.“ Og áhrifavaldurinn svaraði: „Ég er reyndar að fíla nafnið Stormi frekar mikið núna,“ en það er nafn dóttur Kylie og Travis.

Fljótlega fóru aðdáendur Kylie að koma henni til varnar á samfélagsmiðlum og gagnrýndu Tammy. „Þú átt ekki nafnið Wolf,“ sagði einn netverji.

Það er þess vegna að sumir aðdáendur telja að það sé meira á bak við ákvörðun Kylie og Travis um að breyta nafninu, en þau hafa hvorug tjáð sig nánar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni