fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Bar upphafsdag heimsstyrjaldanna saman við innrásina í Úkraínu – „Þessi er undarleg“

Fókus
Þriðjudaginn 15. mars 2022 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranski frumkvöðullinn Patrick Bet-David segist á Twitter gjarnan hugsa í stærðfræðiformúlum. Hann hafi því ákveðið að bera saman nokkrar dagsetningar, upphaf heimsstyrjaldanna tveggja og svo daginn sem Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann fann þar viss líkindi sem hann segir furðuleg.

Fyrri heimsstyrjöldin hófst þann 28. júlí árið 1914 , eða 28/7/1914

Patrick skipti dagsetningunni í fjórar tölur – 28, 7, 19 og 14 og lagði þær saman. Útkoman var 68.

Seinni heimsstyrjöldin hófst þann 1. september 1939. Með sömu aðferð fékk Patrick einnig út 68.

Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022. Aftur beitti Patrick ofangreindri aðferð og fékk út …… 68.

Hefur þetta einhverja þýðingu? Að öllum líkindum ekki og má skrifa þetta á hreina tilviljun. En engu að síður hefur þessi færsla Patricks vakið töluverða athygli og miklum umræðum meðal þeirra sem aðhyllast samsæriskenningar að ýmsu tagi.

Einn skrifaði þó í athugasemd: „Ég þoli ekki þegar fólk birtir svona upplýsingar eins og það sé einhver spádómur. Þú veist að það er að minnsta kosti einn dagur í hverjum mánuði á þessu ári þar sem útkoman verður 68 með þessari aðferð? Líkurnar á þessu eru ekki lágar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur