fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. janúar 2022 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Britney Spears situr ekki á skoðunum sínum þessa dagana. Systir hennar Jamie Lynn Spears var nýlega í viðtali hjá Good Morning America til að ræða um stórsöngkonuna og væntanlega sjálfsævisögu sína „Things I Should Have Said“.

Britney, 40 ára, tjáði sig um viðtalið á Twitter og sagði að það væru „tveir hlutir við viðtalið sem trufluðu mig.“

Jamie Lynn, 30 ára, fór með ýmsar staðhæfingar í viðtalinu. Hún sagði meðal annars að alkóhólismi föður þeirra, Jamie Spears, hefði haft mikil áhrif á heimilið og þetta hefðu verið óboðlegar aðstæður fyrir þær sem börn að búa við. Þá ræddi hún hegðun stóru systur sinnar í gegnum árin.

Britney útlistar það sem truflaði hana við viðtal systur sinnar. „Systir mín talar um hvernig hegðun mín var stjórnlaus. Hún var eiginlega ekkert í kringum mig fyrir fimmtán árum. Þannig af hverju eru þau að tala um þetta nema hún vill selja bók á minn kostnað?“

Söngkonan nefndi síðan annað atvik sem hefur verið vandamál á milli systranna. Þegar Jamie Lynn „remixaði“ lög Britney, án leyfis, á Radio Disney Music verðlaunahátíðinni árið 2017. Hún söng samsafn af lögum systur sinnar og kallaði það fram hörð viðbrögð systur hennar.

Í viðtalinu segir Jaime Lynn að henni hefði þótt viðbrögð Britney „frekar ruglingsleg“ og bætti við: „Ég held að hún sé ekki persónulega sár út í mig út af þessu. Ég í alvöru veit ekki af hverju þetta truflar hana.“

En samkvæmt Britney er þetta stórmál.

„Ég veit að þetta hljómar eins og kjánalegur hlutur, en ég sem mikið af lögunum mínum og systir mín var barnið. Hún hefur aldrei þurft að vinna fyrir neinu, hún fékk allt upp í hendurnar! […] Ég man eftir því að hafa spurt systur mína af hverju hún gerði þetta þegar hún vissi að ég væri að bíða eftir því að breyta sýningunni minni og það eina sem hún sagði var: „Tja, þetta var ekki mín hugmynd…“ Ég vona að bókinni þinni gangi vel, Jamie Lynn!“

Britney segir fjölskylduna hafa eyðilagt drauma sína.

„En sjáið til, ég var alltaf stærri manneskjan. Þau fengu að GERA ÞETTA og SPILA MEÐ MIG og ég bara tók því. Þannig já, þau eyðilögðu drauma mína. Fjölskylda mín eyðilagði drauma mína alveg hundrað milljón prósent og reyna svo að láta mig líta út fyrir að vera sú geðveika. Fjölskylda mín elskar að draga mig niður og særa mig og ég er komin með upp í kok af þeim.“

Britney endaði yfirlýsingu sína á því að segja að hún ætli að taka sér hlé frá samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?