fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Launahæsta íslenska OnlyFans opnar sig: „Því hvet ég alla til að kaupa klám frá fólki eins og mér

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 4. september 2021 22:00

Klara Sif

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir örfáum vikum greindi DV frá því í tekjublaði sínu að Klara Sif Magnúsdóttir, OnlyFans-stjarna, væri tekjuhæst Íslendinga í iðnaðinum, með 1.143.648 kr. á mánaðarlaun.

Sjá einnig: Þetta eru laun íslensku klámstjarnanna – Klara Sif þénar margfalt meira en kollegar sínir

Klara segist léttilega geta lifað á á OnlyFans einu og sér, en kýs að gera það ekki. Hún vinnur nefnilega líka á veitingastað í heimabæ sínum á Akureyri. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Í viðtalinu greinir hún frá því hverskonar efni hún deili á OnlyFans, sem fer frá undifatamyndum yfir í kynlífsmyndbönd. Hún setur inn nýtt efni í hverri viku, auk ljósmynda og styttri myndbanda sem koma inn daglega. „Efni mitt á OnlyFans er allt frá undirfatamyndum og myndböndum, nektarmyndum og nektarmyndböndum. Ég tek upp myndbönd af sjálfri mér með kynlífstæki og einstaka sinnum er ég með einhverjum öðrum og tek okkur upp að stunda kynlíf,“

Hefur lent í slæmum samskiptum

Það kemur skýrt fram í viðtalinu að Klara er stollt af sjálfri sér, en henni finnst starfið sitt skemmtilegt. Hún lítur í raun ekki á sig sem klámstjörnu, þar sem hún vinni fyrir sjálfa sig, en ekki fyrir klámiðnaðinn, sem hún segir að geti verið hættulegur.

„Klámiðnaðurinn getur verið mjög hættulegur konum og það er mikið um mansal og nauðganir á vettvangi klámiðnaðarins og klámsíðna, eins og PornHub. Því hvet ég alla til að kaupa klám frá fólki eins og mér, í stað þess að styðja frítt klám og í leiðinni mansal, nauðganir og misnotkun á stelpum undir lögaldri.“ segir hún.

OnlyFans-lífið er þó ekki einungis dans á rósum, en Klara viðurkennir að hafa lent í slæmum samskiptum við viðskiptavini. „Ég bjóst alveg við því að þar yrðu ekki allir næs eða skilningsríkir. Ég hef lent bæði í græðgi og dónaskap, en þegar slíkt gerist loka ég einfaldlega á viðkomandi. Ég fæ langoftast fyrirspurnir um kynlífsmyndbönd og það er ekkert mál fyrir mig að verða við því, en sé ég beðin um að gera eitthvað sem ég kæri mig ekki um, þá einfaldlega geri ég það ekki.“

Hægt er að lesa viðtal Fréttablaðsins við Klöru hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“