fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Kristlín Dís hefndi sín á fyrrverandi elskhuga – „Ég var nefnilega alls ekki ólétt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. september 2021 19:00

Kristlín Dís. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristlín Dís Inglínardóttir, blaðamaður og pistlahöfundur, segir frá því þegar hún náði fram hefndum gegn fyrrverandi elskhuga sem virti óskir hennar að vettugi um að hann myndi ekki fá sáðlát inn í hana. Hún sagði honum að hún væri ólétt og kallar það makleg málagjöld.

Kristlín fer yfir atburðarásina í upplestri á pistli í nýjasta hlaðvarpsþætti Lestarinnar á Rás 1.

„Við hittumst í fyrsta og eina skiptið í góðra vina hópi á suðrænu sólarkvöldi á meginlandinu. Köllum hann Mikkel enda Dani í húð og hár,“ segir Kristlín og bætir við að Danir séu frekar aftarlega þegar kemur að femínisma og maðurinn hefði sýnt nokkur „rauð flögg“ sem urðu rósbleik og rómantísk eftir því sem fór að líða á kvöldið.

Kristlín segir að þau hefðu farið saman heim til hans og það hefði verið augljóst í hvað stefndi. Það kom henni þess vegna á óvart að Mikkel sagðist ekki eiga smokk þegar heim var komið, sérstaklega í ljósi þess að þau hefðu getað stoppað á leiðinni til hans og keypt getnaðarvörn. Hann ætlaði sér greinilega ekki að nota smokk.

Kristlín lýsti því yfir að hún ætlaði að fara en varð eftir. „Maður er nú einu sinni mennskur og lifir bara einu sinni. „EN“ sagði ég svo ákveðið að það kom á hann fát. „Þú mátt ekki fá það inn í mig.““

„Glöggir hlustendur geta eflaust gert sér í hugarlund hvernig það fór. Mikkel lét þó á neinu bera og var ég því óviss hvort sundkapparnir hefðu verið ræstir út eða ekki,“ segir hún.

Kristlín segir að þegar hún hefði komið heim hefði ekki verið neinn vafi um að Mikkel hefði hunsað óskir hennar.

„„Þvílíkt ómenni,“ hugsaði ég,“ segir hún.

Sagðist vera ólétt

Fjórum vikum síðar hringdi Kristlín í Mikkel og tjáði honum að hann hefði barnað hana. Hún segir að hann hefði verið annars hugar en viðmótið hefði snarlega breyst þegar hún sagðist ætla að eiga barnið. Hann hefði ákafur spurt af hverju hún vildi ekki fara í fóstureyðingu.

„Ég greindi honum frá því að hann þyrfti ekki að taka þátt í uppeldinu eða láta þetta á sig fá fremur en hann vildi. Ég taldi það réttast að upplýsa hann um ástandið,“ segir hún.

„Nú hefur samúð ykkar eflaust legið hjá mér framan af, en það gæti verið í þann mund að breytast. Ég var nefnilega alls ekkert ólétt. Ég hafði tekið neyðarpilluna daginn eftir þessa alræmdu nótt og beðið þolinmóð eftir að byrja á blæðingum og kveða þar með kvíðahnútinn í kútinn. Á meðan á þessari bið stóð fékk reiðin að krauma og úr varð ráðabrugg um að kenna kauða lexíu,“ segir hún.

Ætlaði að fljúga til Íslands

Mikkel reyndi að hvetja hana í þungunarrof og bað hana um að virða sínar óskir um það. Kristlín benti honum á að hann hefði ekki virt hennar óskir.

„Það er mögulega eitthvað sem þú hefðir átt að hugsa út í þegar þú ákvaðst að fá það inn í konu þvert gegn hennar vilja, sagði ég æst. Ég upplýsti hann líka um að það flokkaðist sem kynferðisofbeldi að taka smokka af í kynlífi án samþykki rekkjunautar og þrátt fyrir að enginn smokkur hafi verið með í spilinu hefði samþykki ekki verið til staðar þegar leikurinn kláraðist. Hvers vegna ætti það að falla í mitt skaut að axla ábyrgð á ábyrgðarleysi hans? Hafði honum ekki verið slétt sama um farir mínar eftir að hann kvaddi mig.“

Næstu daga töluðu þau nokkrum sinnum saman í síma. „Ég benti honum á að frá því að ég hefði fært honum fregnirnar hefði hann einungis hugsað út í mögulegar afleiðingar á eigið líf. Sú staðreynd virtist hreyfa svolítið við honum. Á fimmta degi blekkingarinnar hringdi Mikkel í mig og sagðist hafa horft í eigin barm. Hann sá eftir að hafa brugðist strax við fréttunum með því að skipa mér að fara í þungunarrof og viðurkenndi meira að segja að hann hefði átt að fara öðruvísi að á fyrrnefndri nóttu. Því næst tilkynnti hann að hann vildi ræða stöðuna augliti til auglits. Hann vildi koma til Íslands, kannski strax næstu helgi.“

Hefndarþorstanum svalað

Á þessum tímapunkti lagði Kristlín niður símann. Upphaflega áætlunin hefði verið að láta hann lifa í óvissu jafn lengi og hún beið eftir næstu blæðingum. „En hefndarþorstanum var svalað um leið og hann sá af sér,“ segir hún.

Kristlín viðurkenndi að hún væri ekki ólétt og Mikkel sagðist vera himinlifandi.

„Í kjölfarið útskýrði ég hvernig ég hefði viljað refsa honum svo harkalega að honum dytti ekki í hug að endurtaka leikinn með grunlausum stúlkum í framtíðinni.“

Kristlín segir að Mikkel hefði þakkað henni fyrir lexíuna og sagði að þetta hefði haft áhrif á hann og vini hans sem hann hefði rætt við um málið.

„Eflaust er til pólitískt réttsýnni leið til að tryggja að einhver fái makleg málagjöld, hver veit?“ Spyr Kristlín.

Þú getur hlustað á Kristlín lesa pistillinn í spilaranum hér að neðan. Það byrjar á mínútu 22:10.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“