fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Maður hreytti í hana ónotum í flugvél – Hefndi sín og afhjúpaði framhjáhald hans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. september 2021 11:15

Samsett mynd/TikTok/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einhver er að halda framhjá og ég ætla að kjafta frá,“ segir rapparinn og samfélagsmiðlastjarnan NextYoungin í myndbandi á TikTok.

Hún var um borð í flugvél á leið frá LAX til Dallas og tók eftir grunsamlegri hegðun karlmanns í fluginu með henni. Hún útskýrir nánar.

„Hann var í sæti 19 E, ég sat á bak við hann. Hann var á Instagram að tala við einhverja gellu, Juliu eða eitthvað svoleiðis, og hann var að segja: „Ég elska þig“ og „ég er á leiðinni sé þig á morgun“. Og eftir að hann sendi þessi skilaboð fór hann að skoða Instagram Story hjá einhverri annarri gellu og svaraði einhverri færslu og sagði: „Góðan daginn fallega“. Hann hringdi síðan í einhverja konu sem hét „Fallega“ í símanum hans. Hann var síðan svo ósvífinn að reyna við konuna við hliðina á honum,“ segir hún.

Hún lýsir manninum í útliti og tveimur tattúum sem hann er með. Annað er á bak við eyrað og hitt á handleggnum.

„Ég vona að konan hans sjái myndbandið og hætti með honum,“ segir hún að lokum.

@nextyounginComment so it can end up on her fyp ##fyp ##viral ##messytiktok ##drama ##cheating ##trending ##tea ##daddykaine ##nextyoungin♬ original sound – Daddy Kaine

NextYoungin deildi myndbandinu á TikTok fyrir tveimur dögum og hefur það fengið um ellefu milljón áhorf. Í gær fékk hún skilaboð frá mágkonu mannsins.

Hún greinir frá því í nýju myndbandi og útskýrir einnig ástæðuna fyrir því að hún ákvað að afhjúpa manninn.

„Maðurinn viðhafði hatursfull ummæli um mig og kærustuna mína […] Hann ákvað að mitt einkalíf kæmi honum við og því ákvað ég að hans einkalíf kæmi mér við. Og gettu hvað? Mágkona hans sendi mér skilaboð. Hann er giftur og þessi Julia er gömul kærasta úr framhaldsskóla,“ segir hún.

NextYoungin birtir einnig skjáskot af samskiptum sínum við mágkonuna. Þar segir mágkonan að maðurinn sé fáviti og hún hefði reynt að hvetja systur sína til að fara frá manninum fyrir nokkrum mánuðum síðan.

@nextyounginReply to @nextyoungin ##greenscreen ##fyp ##tea ##messytiktok ##drama ##foryou ##foryoupage ##trending ##viral ##cheater ##nextyoungin ##daddykaine♬ original sound – Daddy Kaine

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða
Fókus
Í gær

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik