fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Sjáðu myndirnar: Sýnir hvernig líkaminn sinn lítur raunverulega út

Fókus
Miðvikudaginn 15. september 2021 21:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chessie King, áhrifavaldur og fæðingarþjálfari (e. doula), hefur fengið mikið lof fyrir færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni á dögunum. Í færslunni birti hún tvær myndir af sjálfri sér og sýndi muninn á raunveruleikanum og því sem hún birtir venjulega á samfélagsmiðlinum.

Chessie, sem er með tæplega 800 þúsund fylgjendur á Instagram, eignaðist sitt fyrsta barn nýverið. Hún hefur reglulega birt myndir af sínum raunverulega líkama til að hjálpa sjálfstrausti fylgjenda sinna og til að veita þeim innblástur.

„Gefðu líkamanum þínum jafn mikla ást og makinn þinn gefur golf-kylfunum sínum,“ skrifar Chessie með færslunni sem um ræðir en á myndunum sýnir hún áhrifin sem stellingar hafa á líkamann í myndatökum.

Óhætt er að segja að færslan hafi vakið mikla lukku en fjölmargir fylgjendur hennar hrósuðu henni fyrir hreinskilnina. Þá var henni einnig þakkað fyrir og sumir sögðu að hún hjálpaði þeim að líða betur með líkamann sinn.

„Það er svo yndislegt að sjá raunveruleikann á samfélagsmiðlum,“ skrifar til dæmis kona nokkur í athugasemdunum við færsluna. „Það er frábært að sjá þessar alvöru myndir,“ segir svo önnur. „Takk fyrir þetta frábæra dæmi,“ segir svo enn önnur.

Færsluna sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by C H E S S I E K I N G (@chessiekingg)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn