fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fókus

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 14. september 2021 16:00

Lizzo. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Lizzo vann til verðlauna á verðlaunahátíðinni VMA-awards sem haldin er af sjónvarpsstöðinni MTV. Lizzo vann verðlaun fyrir besta samstarfið milli tónlistarmanns og efnisskapara. Lizzo mætti þó ekki á verðlaunahátíðina og tók því ekki við verðlaununum sem hún vann.

Lizzo greindi frá því hvers vegna hún mætti ekki á verðlaunahátíðina í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli en það hefur verið spilað rúmlega 12 milljón sinnum á samfélagsmiðlinum.

„Ég vann í alvörunni VMA á meðan ég var að stunda kynlíf í gærkvöldi. Ég verð þarna á næsta ári, ég lofa,“ segir Lizzo í myndbandinu.

@lizzoWE WON THE FIRST @mtv VMA FOR A TIKTOK BESTIES!!! WE DID IT— WHERE MY MOONMAN AT? 😤

♬ Rumors (feat. Cardi B) – Lizzo

Hún tekur ekki fram með hverjum hún var að stunda kynlíf en í athugasemdunum við myndbandið telja margir að leikarinn Chris Evans sé sá heppni. Orðrómur um að þau tvö væru að rugla saman reitum kom í kjölfarið á því að Lizzo sagðist hafa haft samband við hann í gegnum Instagram þegar hún var undir áhrifum. Síðan þá hafa þau bæði grínast með að vera í sambandi en marga grunar að eitthvað sannleikskorn sé í gríninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sérfræðingur segir að þetta sé merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sérfræðingur segir að þetta sé merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan