fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Segist vera fegin að fólk sé loksins að „sjá ljóta sannleikann“ um Opruh Winfrey

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. september 2021 09:34

Rose McGowan og Oprah Winfrey. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Rose McGowan fer hörðum orðum um spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey.

Hún gerir það í færslu á Twitter og deilir mynd af Opruh kyssa kvikmyndaframleiðandann og dæmda kynferðisbrotamanninn Harvey Weinstein á kinnina. Myndin var tekin árið 2014 á verðlaunahátíðinni Critics‘ Choice Movie Awards.

Rose skrifaði með myndinni: „Ég er ánægð með að fleiri séu að sjá ljóta sannleikann um Opruh. Ég vildi óska þess að hún væri raunveruleg, en hún er það ekki. Allt frá því að vera vinur [Harvey] Weinstein í að yfirgefa og eyðileggja þolendur Russell Simmons. Hún styður við sjúka valdaskipan ef það hentar hennar hagsmunum, hún er eins gervileg og þau gerast.“

Rose ákvað að gagnrýna Opruh opinberlega eftir að gamalt viðtal þeirrar síðarnefndu við söngkonuna Dolly Parton fór að vekja athygli á samfélagsmiðlum um helgina. Ástæðan fyrir athyglinni eru spurningar Opruh til Dolly Parton. Mörgum fannst að  spjallþáttadrottningin hafi viljandi reynt að gera söngkonuna frægu vandræðalega með óþægilegum spurningum.

Árið 2018 var Oprah Winfrey spurð út í vináttu sína við Harvey Weinstein. Hún sagðist ekki hafa vitað um meinta hegðun hans gagnvart konum, meðal annars Rose McGowan sem sakaði hann um nauðgun, en Oprah viðurkenndi að hún var meðvituð um að hann væri ágengur.

„Ég var í Chicago, í eigin heimi, en það sem ég vissi um Harvey var að Harvey væri yfirgangsseggur og ef Harvey hringdi þá vildirðu ekki svara því hann myndi hann vaða yfir mann á einhvern hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“