fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Níræður afi Birgittu Lífar djammaði með stjörnunum – Patrekur Jaime fékk undaþágu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 11:30

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Boði Björnsson, níræður afi Birgittu Lífar Björnsdóttur mætti að sjálfsögðu í opnunarteiti skemmtistaðar hennar, Bankastræti Club, í gærkvöldi. Hann lét vel um sig fara og sat við eitt flöskuborð staðarins. Jón starfaði áður sem matreiðslumaður og bryti auk þess sem að hann er þekktur fyrir hæfileika sína á dansgólfinu. Hann hefur því eflaust getað gefið barnabarni sínu góð ráð þegar hún stígur sín fyrstu skref í veitinga- og skemmtanabransanum.

„Fyrsti maður á svæðið en ekki hvað,“ skrifaði Birgitta Líf og birti mynd af sér og Jóni Boða afa sínum.

„Afi verður 90 ára í desember. Ég vona að ég verði líka á flöskuborði á Bankastræti club þegar ég verð níræð.“

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Sjá einnig: Mikið um dýrðir við opnun Bankastræti Club: LXS-dívurnar klæddust kjólum frá Yeoman og tóku sömu pósurnar

Staðurinn var fullur af áhrifavöldum og þekktum Íslendingum. Meðal gesta voru söngkonan Svala Björgvins, athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir, tónlistarkonan Saga B, dansararnir Tara Sif Birgis og Sandra Helgadóttir og snyrtifræðingurinn og áhrifavaldurinn Gurrý Jónsdóttir.

LXS-gengið var að sjálfsögðu á sínum stað. Leikkonan Donna Cruz, sem er nýlega einleyp, áhrifavaldurinn Magnea Björg og förðunarfræðingurinn Lilja Gísladóttir.

Raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj, létu sig ekki vanta. Bassi verður 23 ára í september og Binni 22 ára í sama mánuði.  En Patrekur varð 21 árs í mars síðastliðnum. Kappinn fékk því undanþágu frá reglunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“