fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
Fókus

Fráskilin kona á sextugsaldri lifir nú sínu besta kynlífi með þrítugum „leikfangadrengjum“

Fókus
Föstudaginn 16. júlí 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Nightingale, 52 ára fráskilin kona frá Essex, var niðurbrotin eftir að hjónabandi hennar til rúmlega tuttugu ára lauk árið 2019. Hún deilir sögu sinni með The Mirror „Ég var algjörlega miður mín,“ segir hún.

Hún ákvað þó á endanum að rífa sig upp og prófa að fara aftur á stefnumót og hefur ekki séð eftir þeirri ákvörðun.

„Núna sé ég að skilnaðurinn var í raun nýtt upphaf í lífi mínu. Ég gerði mér grein fyrir því að tíminn er dýrmætur og ég þarf að njóta lífsins á meðan ég get. Það var nú eða aldrei og ég verð að fara aftur út á markaðinn.“

Tara var til að byrja með dauðhrædd við að vera einhleyp á sextugsaldri og tilhugsunin um stefnumótaforrit fylltu hana kvíða. Eftir að hafa verið í sambandi í rúmlega tvo áratugi óttaðist hún að kunna ekki lengur réttu tökin.

„Ég vissi að ég varð að breyta því hvernig ég hugsaði um þetta og ég fór að vinna í sjálfri mér. Sjálfstraustið mitt jókst þar til mér fannst ég loksins vera orðin ný kona með nýja sýn á lífið.“

Nú er lífið hjá henni betra en nokkru sinni fyrr og það sem kom henni á óvart var að mun yngri menn voru æstir í að eyða með henni tíma. En þegar eldri konur eiga í ástarsamböndum með mun yngri mönnum eru þeir gjarnan kallaðir leikfangadrengir (e. Boy Toys)

„Ástarlífið mitt og kynlífið er betra en nokkru sinni fyrr. Áður en ég slapp úr hjónabandinu mínu hafði ég ekki hugmynd um hversu mikið yngri menn þrá eldri konur. Þetta var frekar mikið menningarsjokk en ég elska það. Hver myndi ekki njóta þess að hafa alla þessa ungu menn laðast að sér?“

Hún telur reyndar að að hún geti þakkað athyglina því hversu vel hún lítur út.

„Ég held að ástæðan fyrir því að þeir laðist að mér sé að ég lít út fyrir að vera yngri en ég er og ég geng jafnvel svo langt að segja að ég er með líkama mun yngri konu. Þegar ég segi mönnum hvað ég er gömul halda þeir að ég sé að grínast. Þeir skilja ekki hvernig kona á mínum aldri getur enn verið kynþokkafull.“

Tara segir að á endanum vilji hún komast aftur á fast en þangað til ætlar hún að njóta hverrar mínútu.

„Mér finnst þetta valdeflandi, frelsandi og mér líður dásamlega. Ég nýt mín mun meira núna en þegar ég var á þrítugsaldri.“

Tara segir að henni hafi aldrei liðið betur í eigin líkama og er að lifa sínu besta lífi.

„Ég er sjálfsöruggari, ákveðnari og mér hefur aldrei fundist ég jafn aðlaðandi. Ég var ekki vön að hugsa vel um sjálfa mig og húðina mína, ég var föst í rútínu. En núna tek ég mér góðan tíma fyrir sjálfsrækt og ég elska að klæða mig upp. Gera hárið á mér fínt, farða mig og skella mér í falleg föt.“

Hún vill að konur á hennar aldri viti að þær geti gert allt sem þær vilja. Að verða fimmtugur þýðir ekki að gamnið sé búið.

„Lífið mitt hófst fyrir alvöru á sextugsaldri og ég er svo hamingjusöm að ég hafi haft styrkinn í að byrja að lifa lífinu fyrir sjálfa mig“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar gera það gott í íbúðaskiptum – Fengu boð um skipti í Jerúsalem, Spáni, Frakklandi og Ítalíu á einum degi

Íslendingar gera það gott í íbúðaskiptum – Fengu boð um skipti í Jerúsalem, Spáni, Frakklandi og Ítalíu á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífssögur Jennifer Aniston – „Kinky“ heitapottur og kynlíf með fjölda fólks í flugvél

Kynlífssögur Jennifer Aniston – „Kinky“ heitapottur og kynlíf með fjölda fólks í flugvél
Fókus
Fyrir 4 dögum

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapplag veldur usla – Kalla Boris Johnson barnaperra og gera grín að Madeleine McCann

Rapplag veldur usla – Kalla Boris Johnson barnaperra og gera grín að Madeleine McCann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears gerir allt vitlaust á ný – Birtir myndband af sér á brjóstunum

Britney Spears gerir allt vitlaust á ný – Birtir myndband af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að hjónaband foreldra sinna væri fullkomið – Svo komst hann að sannleikanum

Hélt að hjónaband foreldra sinna væri fullkomið – Svo komst hann að sannleikanum