fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Tryllt í trekant eftir útgöngubann – „Þetta var nýtt og spennandi og við nutum þess öll – enginn var útundan“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar þurftu að að sæta lengi útgöngubanni í heimsfaraldri COVID með tilheyrandi óþægindum og biðu þess margir spenntir að mega sletta á nýju úr klaufunum. Kunnu margir fótum sínum ekki forráð, þá einkum hvað varðaði kynlíf og sambönd.

Nokkur pör og einstaklingar sögðu The Sun frá því hvaða áhrif, neikvæð sem jákvæð, aflétting takmarkanna hafði á einkalíf þeirra.

Tryllt í trekant 

Ben Richardsson og Susanna Brown hafa verið saman í tvö ár og hafa nú stigið fram og greint frá því að þau hafi  nú loks látið drauminn rætast um að fara í trekant, eftir að COVID útgöngubanni var aflétt.

„Okkur hafði lengi langað í trekant en höfðum aldrei hugrekkið í að láta vera að því,“ sagði Susanna. „Við höfum áður flett í gegnum trekants og makaskipta smáforrit saman en alltaf hætt við á síðustu stundu þar sem við óttuðumst að þetta gæti eyðilagt samband okkar. Hvað ef annað okkar yrði afbrýðisamt eða nyti ekki reynslunnar? Þetta var of mikil áhætta fyrir okkur svo við ákváðum að kæfa þennan draum í fæðingu. Næstu vikurnar reyndi ég að lað hugsa ekki um þetta en svo kom þetta nýlega upp í  samræðum eina helgina.“

Susanna segir að hún og Ben hafi verið í fögnuði hjá vinafólki og þá hafi þau yfirstigið ótta sinn með aðstoð áfengis.

„Við vorum heima hjá vinum okkar að fagna frelsinu og fögnuðurinn varð frekar frjálslegur.“

Þrátt fyrir að trekants-draumurinn hafi átt að heyra fortíðinni til ákváðu þau undir áhrifum og ríða á vaðið.

„Eftir nokkra drykkjuleiki enduðum við í rúminu með vinkonu okkar. Á þeirri stundu fuku allar reglur sem við höfðum sett okkur fyrirfram út um gluggann og næstu klukkutímana slepptum við framan af okkur beislinu í óhefluðu kynlífi. Þetta var nýtt og spennandi og við nutum þess öll – enginn var útundan.

Hins vegar eftir að rann af þeim beið þeirra kaldur veruleikinn.

„En síðan rann af okkur og við vöknuðum saman í rúminu morguninn eftir og það var vægast sagt vandræðalegt. Við ætluðum okkur aldrei í trekant með vinkonu. Við vildum ekki eyðileggja vinasamband eða parasamband – það hefði verið smekklegra að gera þetta með ókunnugum“

Nú eru þau þó bæði sannfærð um að trekantur sé eitthvað sem þau hafa bæði áhuga á að prófa aftur.

„Sem betur fer gátum við hlegið af þessu en til að koma í veg fyrir vandræðlegheitin ætlum við án efa að velja ókunnugan meðleikara næst.“

Ben segir að eftir útgöngubannið hafi þau verið hömlulaus.

„Eftir ár af útgöngubanni má með sanni segja að kynlífið okkar hafi farið aftur af stað með hvelli. Við elskuðum að fá aðra manneskju með okkur inn í svefnherbergi og munum pottþétt gera þetta aftur. En næst ætlum við að hafa skýrar reglur um mörk svo að við stefnum sambandinu okkar ekki í hættu.“

Fyrirgaf framhjáhald

Kris Cope hélt framhjá kærustu sinni Paige Brown eftir að útgöngubanninu var aflétt.

Paige greinir frá þeirri hræðilegu reynslu að komast að því að makinn hafi verið ótrúr.

„Ég gat ekki beðið eftir að takmörkununum væri aflétt. Ég hélt að það myndi bæta samband okkar, en ekki bitna á því. En fyrsta kvöldið sem Kris fór út með strákunum missti hann sig alveg. Næsta daginn var hann fjarlægur og skömmustulegur. Ég hugsaði að eitthvað hlyti að hafa gerst en hann sagði mér að allt væri í góðu. „Ég er bara þunnur,“ sagði hann þegar ég spurði hvað væri að. Síðan tveimur vikum síðar játaði hann að hafa átt einnar nætur gaman þetta kvöld.  Hann viðurkenndi að hann hefði orðið svo drukkinn að hann fór heim með einhverri konu. Ég var slegin og furðu lostin. Að hugsa um hann með annari konu var ógeðslegt.“

Paige segir að Kris hafi verið miður sín eftir játninguna og hann hafi verið tilbúinn til að gera allt til fá hana til að fyrirgefa sér.

„Kris komst í mikið uppnám og sá mikið eftir þessu. Hann lofaði mér því að hann hefði aldrei gert neitt í líkingu við þetta áður og sagði að þau hefðu notað verjur. Hann sagði að hann hefði misst stjórn á sér með strákunum og í gleðinni fyrir því að útgöngubannið var búið. Ég varð brjáluð og hætti með honum, en hann grátbað mig um að taka við sér aftur. Eftir að hann skreið á hnjánum í nokkurn tíma ákvað ég að gefa honum annað tækifæri. Faraldurinn hefur reynst öllum erfiðum og hann sagði mér satt. En ef hann gerir þetta aftur þá veit hann vel að þá er sambandið búið.“

Kris segir að hann hefði sjálfur orðið reiður ef Paige hefði haldið framhjá.

„Ég í alvöru man varla hvað gerðist. Þetta var fyrsta helgin sem ég fór út með vinum mínum eftir útgöngubannið og ég varð sjúklega drukkinn og missti stjórn á mér. Ég hefði orðið bilaður ef hún hefði farið út með stelpunum og haldið framhjá mér. En í ár ætla ég að bæta henni þetta upp. Ég er heppinn að vera með Paige. Þetta mun ekki gerast aftur.“

Mislas merkin

Franscesca Mansfield svaf hjá kærasta bestu vinkonu sinnar eftir að útgöngubanninu var aflétt. Hún hafði nýlega gengið í gegnum sambandsslit sjálf þegar hún fór í matarboð til bestu vinkonu sinnar og mislas þar aðstæður.

„Ég hætti með kærasta mínum þegar útgöngubannið var að klárast og vildi hressa mig við.  Vinkona mín Becky bauð mér í heimsókn í drykki og grill til að dreifa huga mínum. Hún sagði mér að hún væri heima með kærastanum sínum Joe og honum væri alveg sama þótt ég kæmi í mat. Ég hafði í leyni lengi verið skotin í Joe en vildi ekki brjóta gegn „vinkonu-reglunum“ og gera eitthvað í því. Eftir nokkur vínglös urðu samræðurnar djarfari og við fórum að deila kynferðislegum draumórum okkar. Becky sagði að hennar draumur væri að horfa á Joe sofa hjá annari konu. Joe og ég vorum furðu lostin og gátum ekki hætt að hlæja.“

Franscesca taldi að Becky væri að senda einhver skilaboð með þessari játningu svo þegar Becky lét sig hverfa skömmu síðar taldi hún að Joe væri leyfilegt skotmark.

„Joe var sleginn yfir þessari játningu þar sem þau höfðu verið saman um ára bil og hann hafði ekki minnstu hugmynd um þetta. Síðan fór hún í búðina til að kaupa meira vín og skildi okkur tvo eftir. Við héldum áfram að drekka og undir áhrifum endaði ég með að kyssa hann. Fyrst var hann hikandi og færði sig frá mér og sagði að þetta væri „skrítið“ ég sagði honum að Becky vildi að við gerðum þetta, þess vegna hefði hún látið sig hverfa eftir játninguna.

Hann kyssti mig aftur og greip í hendina á mér og dró mig inn í svefnherbergi. Skyndilega kom Becky askvaðandi. Við höfum gleymt okkur í stundinni og tókum ekki einu sinni eftir því að hún væri komin aftur úr búðinni. En hún var tryllt.  Hún sagði að þó hún ætti þessa draumóra hefðu hún ekki viljað að þeir yrðu að raunveruleika. Mér leið hryllilega. Ég hafði mislesið aðstæðurnar. Hún er enn reið og vill ekki tala við mig, en eg ætla að halda áfram að reyna. Ég hafði misst kærastann og nú vil ég ekki missa bestu vinkonuna mína líka.“

Svar hjá yfirmanninum

Nathaniel Daley vinnur á bar og svaf hjá yfirmanni sínum eftir útgöngubannið.

„Fyrsta daginn sem ég var aftur mættur í vinnuna fannst mér yfirmaður minn Mandy, vera að daðra við mig.“

Nathaniel hafði lengi laðast að yfirmanni sínum og tók því vel í daðrið.

„Ég vonaði nú samt að þetta væri ekki bara áfengið sem væri að tala þar sem ég hef alltaf laðast að henni. Hún er aðeins eldri en ég og hefur þetta sjálfsöryggi sem einkennir eldri konur. Þetta kvöld, eftir að viðskiptavinirnir voru farnir, héldum við starfsmennirnir áfram að drekka og spiluðum drykkjuleiki. Síðan var ég að læsa tunnum í kjallaranum þegar Mandy kom niður, ýtti mér upp að vegg og byrjaði að kyssa mig. Eitt leiddi af öðru og við enduðum með að sofa saman. Það var frábært, en daginn eftir var frekar vandræðlegt að mæta í vinnuna þar sem allir vissu hvað við höfum gert. Vinnufélagarnir gerðu vægðarlaust grín og svona eftir á að hyggja var sennilega ekki sniðugt að blanda saman vinnu- og einkalífi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“