fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Hún er ekki umönnunaraðili hans heldur kærasta hans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 11:58

Guy og Kelsey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum spyr ástin ekki um aldur og var það tilfellið hjá hinni bandarísku Kelsey Hopeful. Hún er 28 ára og varð ástfangin af karlmanni sem er næstum hálfri öld eldri.

Kelsey kynntist hinum 76 ára Guy BonGiovanni í jógatíma. Guy byrjaði að stunda jóga eftir að hann missti eiginkonu sína til 42 ára.

Eftir einn jógatímann byrjuðu Guy og Kelsey að spjalla saman og urðu fljótt góðir vinir þrátt fyrir 48 ára aldursbil. The Sun greinir frá.

Kelsey viðurkennir að fyrst um sinn hafi hún ekki laðast að Guy en eftir tveggja ára vináttu hafi ástin blómstrað. Kelsey er sérkennari og Guy er ljósmyndari.

Grét reglulega

Kelsey átti erfitt með að sætta sig við aldursmuninn og grét mikið. „Þegar við byrjuðum saman grét ég oft vegna 48 ára aldursbilsins. Við áttum notalegar stundir, fórum á leikrit, í fjallgöngur eða fundum skemmtileg bakarí, en ég grét samt,“ segir hún.

„Einn daginn byrjaði ég að gráta fyrir framan hann því ég var svo hamingjusöm en mundi allt í einu eftir því að hann er 48 árum eldri en ég og á færri sumur fram undan en ég.“

Þrátt fyrir að vera ennþá hrædd um að missa Guy þá hefur hún ákveðið að það sé engin ástæða fyrir því að gráta yfir dauðanum fyrr en það kemur að honum.

Fordómar frá ókunnugum

Þau biðu í heilt ár með að segja fjölskyldu sinni og vinum frá sambandinu af ótta við neikvæð viðbrögð. Sem betur fer er fjölskyldan stuðningsrík en því miður eru ekki allir jafn skilningsríkir. Kelsey segir þau reglulega verða fyrir fordómum frá ókunnugum.

„Það eru góðar líkur á því að fólk haldi að ég sé umönnunaraðili Guy þegar við erum á almannafæri. Meira að segja þegar við útskýrum að við séum par fáum við ljótar athugasemdir eða svipbrigði,“ segir Kelsey.

„Við erum betri saman og ég held að fólk átti sig á því þegar það hittir okkur og sér hversu hamingjusöm við erum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro