fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Hún er ekki umönnunaraðili hans heldur kærasta hans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 11:58

Guy og Kelsey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum spyr ástin ekki um aldur og var það tilfellið hjá hinni bandarísku Kelsey Hopeful. Hún er 28 ára og varð ástfangin af karlmanni sem er næstum hálfri öld eldri.

Kelsey kynntist hinum 76 ára Guy BonGiovanni í jógatíma. Guy byrjaði að stunda jóga eftir að hann missti eiginkonu sína til 42 ára.

Eftir einn jógatímann byrjuðu Guy og Kelsey að spjalla saman og urðu fljótt góðir vinir þrátt fyrir 48 ára aldursbil. The Sun greinir frá.

Kelsey viðurkennir að fyrst um sinn hafi hún ekki laðast að Guy en eftir tveggja ára vináttu hafi ástin blómstrað. Kelsey er sérkennari og Guy er ljósmyndari.

Grét reglulega

Kelsey átti erfitt með að sætta sig við aldursmuninn og grét mikið. „Þegar við byrjuðum saman grét ég oft vegna 48 ára aldursbilsins. Við áttum notalegar stundir, fórum á leikrit, í fjallgöngur eða fundum skemmtileg bakarí, en ég grét samt,“ segir hún.

„Einn daginn byrjaði ég að gráta fyrir framan hann því ég var svo hamingjusöm en mundi allt í einu eftir því að hann er 48 árum eldri en ég og á færri sumur fram undan en ég.“

Þrátt fyrir að vera ennþá hrædd um að missa Guy þá hefur hún ákveðið að það sé engin ástæða fyrir því að gráta yfir dauðanum fyrr en það kemur að honum.

Fordómar frá ókunnugum

Þau biðu í heilt ár með að segja fjölskyldu sinni og vinum frá sambandinu af ótta við neikvæð viðbrögð. Sem betur fer er fjölskyldan stuðningsrík en því miður eru ekki allir jafn skilningsríkir. Kelsey segir þau reglulega verða fyrir fordómum frá ókunnugum.

„Það eru góðar líkur á því að fólk haldi að ég sé umönnunaraðili Guy þegar við erum á almannafæri. Meira að segja þegar við útskýrum að við séum par fáum við ljótar athugasemdir eða svipbrigði,“ segir Kelsey.

„Við erum betri saman og ég held að fólk átti sig á því þegar það hittir okkur og sér hversu hamingjusöm við erum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Í gær

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador