fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogahjónin Meghan Markle og Harry prins hafa gefið út yfirlýsingu vegna andláts Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar II drottningar og afa Harrys.

„Í ástkærri minningu um hans konunglegu hátign hertogann af Edinborg, 1921-2021. Þakka þér þjónustuna… þín verður sárt saknað.“

Hertogahjónin eru sem stendur stödd í Kaliforníu og óvíst er hvort að þau muni bæði fljúga til Englands vegna andlátsins. Meghan gengur með annað barn þeirra hjóna og ferðatakmarkanir eru í gildi vegna heimsfaraldurs.

Filippus var lagður inn á sjúkrahús í febrúar, en fékk að fara heim í mars eftir hjartaaðgerð. Gayle King, besta vinkona spjallþáttadrottningarinnar Opruh, sagði að fræga viðtalið sem Oprah tók við hertogahjónin hafi verið tekið upp áður en Filippus lagðist inn á sjúkrahús og sýningu þess hefði verið frestað ef Filippus hefði fallið frá áður en þátturinn var sýndur.

„Bara svo þið vitið það þá var viðtalið tekið áður en Filippus prins lagðist inn á sjúkrahús,“ sagði King í mars. „Ef eitthvað hefði komið fyrir hann hefði viðtalið ekki verið sýnt á þessum tíma. En viðtalið var tilbúið og var sett á dagskrá áður en hann fór á sjúkrahúsið. Margir hafa vakið máls á þessu.“

Þrátt fyrir að ýmislegt sem í umræddu viðtali kom fram hafi ollið fjaðrafoki töluðu hjónin lítið um samband þeirra við Filippus. Harry talaði þó fallega um drottninguna, ömmu sína. „Ég hef rætt meira við ömmu þetta síðasta ár en ég hef gert í mörg ár þar á undan. Við eigum mjög gott samband okkar á milli og skiljum hvort annað. Ég virði hana mikið,“ sagði Harry.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar