fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Íslenskur maður opinberar trú sína á alræmdri samsæriskenningu – „Þannig er okkur haldið í þessu fangelsi“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 20:30

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin ár hafa samsæriskenningar er varða form jarðarinnar færst verulega í aukanna, en hópur fólks sem trúir því að hún sé í raun og veru flöt virðist fara sístækkandi. Hópurinn heldur því jafnan fram að hringlaga form jarðarinnar sem flestir þekkja sé blekking sem stjórnvöld setja fram.

Samsæriskenningar sem þessar hafa ekki gert mikið vart við sig á Íslandi, þangað til um helgina þegar ónafngreindur karlmaður steig fram í útvarpsþættinum Listformið, sem er dagskrá á Rásar 1, og viðurkenndi að hann tryði því að jörðin væri flöt.

Maðurinn segist fyrst hafa farið að pæla í þessu árið 2014, þá 17-18 ára. Hann ætlaði sér að afsanna samsæriskenningamyndband þar sem þessu var haldið fram, en hreinlega gat það ekki. Hann segist trúa á samsærið þar sem hann hafi séð sönnunargögn í náttúrunni sem bendi til þess.

„Samstundis afskrifaður sem hálfviti“

Hann viðurkennir þó að hann viti ekki hvers vegna almenningur sé blekktur til að trúa á hringlaga jörð, en segist viss um að einhver blekking sé í gangi.

„Þetta hefur þau áhrif að við hvern sem maður talar við, þá er maður samstundis afskrifaður sem hálfviti. Það eru félagslegu áhrifin af þessu. Þess vegna hef ég ekki áhuga á því að koma fram undir nafni, því ég nenni ekki að standa í einhverju þannig.“

Hann segist hafa sannfært tvo vini sína um að jörðin sé flöt og ruglað í kollinum á mörgum. Hann viðurkennir þó að konan hans hafi beðið hann um að hægja á sér í trúboðastarfinu, svo hann verði ekki „þessi skrýtni pabbi“

„Konan mín hefur beðið mig um að vera ekki þessi skrýtni pabbi. Þegar ég var að uppgötva þetta fyrst vildi ég hrista alla og vekja alla til lífsins. En núna er ég búinn að samþykkja það að fólk verður að átta sig á þessu á sínum hraða. Það er ekkert sem ég get gert til þess að gera það.“

Maðurinn heldur því fram að nú sé talsvert erfiðara að uppgötva flatleika jarðarinnar en áður. Ástæðan sem hann nefnir fyrir því er stríð tæknirisa og samfélagsmiðla á hendur þessum kenningum. Hann telur að almenningur sé bara þrælar og þeir sem stjórni blekki fólk til að halda völdum.a

„Það er eitt af því sem að telur mér enn meiri trú um að það sé eitthvað til í þessu, þegar maður sér fólkið sem að stjórnar, þessir tæknirisar og samfélagsmiðlar. Við sjáum hvað þeir eru mikið að fela þessar upplýsingar. Við erum bara þrælar og við lifum á mjög dimmum tímum. Það er partur af þessu. Þú vilt ekki að þrællinn þinn sé upplýstur, þú vilt halda þrælnum þínum eins heimskum og hann mögulega getur verið. Þess vegna er sniðugt að ljúga að honum um allt og sérstaklega einhverju svona grundvallaratriði eins og hvar hann býr og telja honum trú um að hann búi á einhverri kúlu, þar sem ef hann reynir að fara í burtu þá kemur hann bara aftur á sama stað. Þannig er okkur haldið í þessu fangelsi og sagt að það sé engin útgönguleið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda