fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Síminn hélt áfram að taka mynd og greip kærastann glóðvolgan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. apríl 2021 09:17

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Diane Noelle Leonard greinir frá því á TikTok hvernig hún greip kærasta sinn glóðvolgan án þess að ætla sér það.

Diane var að taka mynd af sér og kærasta sínum og hann var greinilega eitthvað orðinn þreyttur á myndatökunni.

Málið er að þegar þú tekur myndir á snjallsíma geturðu valið að taka „live“ myndir. Sem þýðir að síminn tekur lítið „myndband“ frekar en eina staka mynd.

„Live“ myndin sýndi hvernig kærasta Danielle leið í raun og veru í myndatökunni. Fyrst brosti hann en þegar hann hélt að myndatökuni væri lokið ranghvolfdi hann augunum.

@dianenoelleleonar##livephoto ##partner ##caught ##lol 😅♬ The Truth – Josh A

„Kærasti minn orðinn þreyttur á ruglinu í mér. „Live“ mynd nær öllu,“ segir konan með myndbandinu.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og fengið yfir tvær milljónir í áhorf. Fjöldi kvenna skrifuðu við færsluna á TikTok og sögðust tengja við þetta, kærastar þeirra væru heldur ekkert hrifnir af myndatökum.

Skjáskot/TikTok

„Það þýðir bara að hann elskar þig ef hann situr fyrir á mynd með þér þrátt fyrir að hata það svona mikið,“ segir ein kona.

„Eiginmaður minn HATAR að láta taka mynd af sér. Þú ættir að sjá myndirnar úr kynjaveislunni okkar, hann hataði það svo mikið en hann er besti pabbi/eiginmaður í heimi.“

En það virtist ekki öllum netverjum þykja þetta fyndið og krúttlegt, heldur töldu margir þetta vera „viðvörunarmerki“ (e. red flag). Einn netverji sagðist sjá „hatrið í augum hans.“

Diane svaraði gagnrýnendum og sagði að þetta væri „ein sekúnda af níu ára sambandi“ og afleiðing langrar myndatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldudrama hjá Íslandsvininum en dóttirin deilir opinberlega við verðandi tengdamóður – „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum“

Fjölskyldudrama hjá Íslandsvininum en dóttirin deilir opinberlega við verðandi tengdamóður – „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum“
Fókus
Í gær

Lára veitir sjaldséða innsýn í lífið með lyfjaprinsinum

Lára veitir sjaldséða innsýn í lífið með lyfjaprinsinum
Fókus
Í gær

Stjarna úr vinsælum gamanþáttum í miklum vandræðum í einkalífinu

Stjarna úr vinsælum gamanþáttum í miklum vandræðum í einkalífinu
Fókus
Í gær

Hefði aldrei getað dottið í hug að eiginmaðurinn myndi svíkja hana – „Hvað þá beint fyrir framan nefið á mér“

Hefði aldrei getað dottið í hug að eiginmaðurinn myndi svíkja hana – „Hvað þá beint fyrir framan nefið á mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni