fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fókus

Britney rýfur þögnina

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 10:16

Britney Spears.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears ætlar loks að rjúfa þögnina um stöðu sína, en því hefur verið haldið fram að hún sé eins konar fangi föður síns sem er lögráðamaður hennar. Nú hefur söngkonan í fyrsta sinn óskað eftir því að fá sjálf að gefa skýrslu fyrir dómi og tjá sig um fyrirkomulagið.

Faðir Britney stýrir nánast öllu í lífi söngkonunnar og hefur gert síðan hún fékk taugaáfall fyrir rúmum áratug.

Nýlega kom út heimildamyndin Framing Britney sem útskýrði hvernig manneskja sem hefur verið svipt lögræði getur ekki fengið það til baka nema lögráðamaðurinn samþykki það. Aðdáendur söngkonunnar halda því fram að faðir hennar, Jamie Spears, neiti að gefa eftir stjórnina og sé að nota dóttur sína vegna auðæfa hennar.

Hreyfingin #FreeBritney eða „frelsum Britney“ hefur sótt í sig veðrið undanfarin misseri og vakið mikla athygli á stöðu söngkonunnar.

Lögmaður hennar Samuel D. Ingham III sagði fyrir dómi í gær „Britney vill fá að ræða milliliðalaust við dóminn,“ og bætti því við að hún vildi fá að gera á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5