fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Svefnsérfræðingur afhjúpar hvernig þú hættir að hrjóta

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 08:53

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttu stundum erfitt með svefn því makinn er að hrjóta svo mikið? Ertu að verða alveg bandvitlaus á því? Hér eru nokkur ráð frá svefnfræðingnum og sálfræðingnum Suzy Reading sem birtust fyrst á Daily Star.

Skoðaðu lífsstílinn

Suzy segir að það séu margir lífstílsþættir sem hafa áhrif á hrotur, meðal annars að vera í yfirþyngd, að reykja, vökvatap og að drekka áfengi.

Hún segir að með því að innleiða heilbrigða hreyfingu og næringu í daglegt líf þitt, auk þess að drekka nóg vatn, þá minnkar það líkurnar á hrotum. Það mun einnig bæta svefngæði og vellíðan í heild sinni að hennar sögn.

Skoðaðu svefnumhverfið

Það gæti komið þér á óvart en ryk og frjókorn geta aukið líkurnar á því að þú hrýtur, sérstaklega ef þú ert með ofnæmi.

Til að koma í veg fyrir þetta þarftu að ryksuga dýnuna þína reglulega samkvæmt Suzy. Hún mælir einnig með því að fara í sturtu og fara í hrein náttföt fyrir svefninn.

Sofðu á hliðinni

Þú hrýtur meira þegar þú sefur á bakinu, þannig með því að einfaldlega snúa þér á hliðina þá getur það dregið verulega úr hrotum.

Suzy mælir með að fá þér kodda sem er sérstaklega gerður fyrir fólk sem sefur á hliðinni. Hún ráðleggur einnig að setja kodda upp við bakið til að koma í veg fyrir að þú rúllir yfir á bakið í svefni.

Hvað á að gera ef þú sefur með einhverjum sem hrýtur

Eins mikið og okkur langar að öskra á makann þegar hann hrýtur þá segir Suzy að það sé mikilvægt að muna að hann sé ekki að gera það viljandi.

Góð byrjun er að nota eyrnatappa. Ef það virkar ekki þá getur verið sniðugt að sofa í sitthvoru herberginu í nokkrar nætur til að tryggja að þú fáir nægan svefn.

Annað ráð er að einblína á eitthvað róandi. Suzy mælir með að gera öndunaræfingar, anda inn í fimm sekúndur og út í fimm sekúndur. Hún segir að þetta geti verið „mjög sefandi fyrir taugakerfið“ og með því að telja þá dregurðu athyglina frá hrotum makans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki