fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Sakaður um að hafa eyðilagt brúðkaupsdaginn – „Ég myndi aldrei leyfa þetta“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 1. mars 2021 13:50

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband úr ástralskri giftingu hefur undanfarið vakið mikla athygli á netinu.

Leiven og Catrin Bene héldu upp á brúðkaupið sitt síðastliðinn nóvember en nýlega hefur myndband úr giftingunni vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu er brúðurin við það að kasta blómvendi aftur fyrir sig en hættir svo við og réttir vinkonu sinni vöndinn. Þá fer kærasti vinkonunnar á skeljarnar og biður hana um að giftast sér. Hún segir já og allir gestirnir fagna.

Svo virðist vera sem nýgiftu hjónin hafi glöð viljað deila deginum með vinum sínum en ljóst er að ekki allir hefðu verið jafn sáttir. Í athugasemdunum við myndbandið má sjá mikla reiði fólks sem myndi alls ekki vilja sjá svona gerast í sínu brúðkaupi. „Þú bíður allt líf þitt eftir fullkomna brúðkaupinu bara til að einhver annar láti það snúast um sig, ég er góður vinur en ég myndi aldrei leyfa þetta,“ segir til að mynda einn í athugasemdunum.

Leiven Bene ræddi um málið við Daily Mail en þar sagðist hann hafa skipulagt þetta með manninum sem bauð kærustunnar sinnar en maðurinn er vinur hans. Í athugasemdum sökuðu einhverjir hann um að hafa eyðilagt brúðkaupið með því að skipuleggja bónorðið með vini sínum en Leiven vísaði því á bug. „Við vorum mjög ánægð með að gefa þeim tvær mínútur af kvöldinu okkar til að gera kvöldið þeirra frábært,“ sagði Leiven.

Myndbandið af TikTok má sjá hér fyrir neðan:

@laiivvewhen your bestmate proposes at your wedding ##fyp ##wedding ##suprise ##foryoupage ##foryou ##lovestory

♬ original sound – Laiven

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“