fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 1. mars 2021 15:41

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstöðin Hringbraut leitar að konu í þáttastjórnun á stöðinni. Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar , óskar eftir því að heyra í konum sem hafa áhuga á að starfa við sjónvarp.

„Hringbraut hefur verið með kynjabókhald frá upphafi og vill vera með fjölbreytta þætti í umsjón allra kynja. Hringbraut leitar nú að konu í þáttastjórnun á stöðinni og fyrsta skrefið er að heyra í áhugasömum konum þarna út,“ segir í tilkynningu um starfið.

Sigmundur segir í samtali við DV að ástæðan fyrir auglýsingunni sé að athuga hvort það séu einhverjar konur þarna úti sem eiga heima í sjónvarpinu. Það sé markmið Hringbrautar að vera ekki bara með jafnt kynjahlutfall þegar kemur að viðmælendum heldur einnig þegar kemur að stjórnendum þátta á stöðinni.

Ef þú hefur áhuga á starfinu geturðu sent svar við spurningunum hér fyrir neðan á netfang Sigmundar, ser@hringbraut.is.

Langar þig að stýra þætti? Hvernig þætti?

Ertu með reynslu af sjónvarpi?

Af hverju ættum við að fá þig í prufu hér á Hringbraut?

Taktu upp tveggja mínútna myndskeið með svörum við þessum spurningum eða sendu nokkrar línur á ser@hringbraut.is fyrir mánudaginn 22. mars 2021. „Við viljum kynnast fjölbreyttum hópi kvenna – Við viljum kynnast ÞÉR!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 4 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“